Færsluflokkur: Bloggar
3.7.2008 | 19:40
Amazing....
Talandi um að það sé hægt að gera allt með gemsanum í dag!! Kemur sér vel í kreppunni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.7.2008 | 10:31
það er svo gaman að taka myndir...
Manninum mínum finnst ég stundum eins og japanskur ferðamaður, ég er alltaf með myndavélina á lofti....
Vona að þið séuð að njóta rigningarinnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2008 | 18:53
Montreal
Loksins komin niðurstaða í málið! Við ákváðum að fara til Montreal í lok júlí. Ég hlakka ekkert smá til! Við höfum hvorug komið til Kanada og vitum takmarkað mikið um borgina sem við erum að fara heimsækja, en mér finnst það bara æðislegt
Enn betra finnst mér að núna get ég hugsað með eftirvæntingu til sumarfrísins en það er gjörsamlega allt brjálað að gera í vinnunni. Núna hugsa ég hlýlega til júlímánaðar þegar það fer að hægjast um og ég get farið heim til mín á venjulegum tíma dags.
Annars er ég bara í smá kvöldmat í vinnunni, þannig að það er komin tími til að halda áfram...
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.6.2008 | 12:29
Tískublogg
Ég held að það sé komið úr tísku að blogga, allavega hjá mínum nánustu. Bloggheimur er ansi hljóður um þessar mundir og engin virðist hafa skoðun á einu né neinu En, ástæðan er sú, held ég, að fólk er bara svo upptekið við annað.
Það er svo brjálað að gera í vinnunni hjá mér núna að það gefst lítill tími í nokkuð annað. Svo þarf maður náttúrulega að fara og njóta góða veðursins, halda upp á afmælið sitt o.fl. þegar maður fær loksins smá frí
Annars vitum við Árni ekkert hvað við eigum að gera í sumarfríinu. Við skiptum um skoðun í hverri viku nánast, það er England, Skotland, Barcelona og núna það nýjasta er Montreal. Engin niðurstaða komin í málinu, en vonandi gerist það fljótt. Ætli við endum ekki bara annað hvort í tjaldi hérna á Íslandi eða bara í leti í bænum
Jæja, matartíminn búinn og best að halda áfram að vinna.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.5.2008 | 12:34
Í mat
Hef svosem ekkert að segja sérstakt, nema ég er ótrúlega ánægð með að sumarið sé komið. sumarið á Íslandi er yndislegt. Ekki of kalt og alls ekki of heitt. Maður getur allavega verið viss um það.
Það var svo flott veður í gær að við Árni drifum okkur í sund eftir vinnu og nutum veðurblíðunnar. Fórum síðan niður á Laugaveg og fengum okkur kvöldmat á Pizza Company sem er frábær staður.
Ég verð að viðurkenna að ég fyllist angurværð þegar ég geng niður Laugarveginn núna og horfi á allar fallegu gömlu byggingarnar með hlera fyrir gluggum og málaða glugga. Svona rétt eins og þessar menningagersemar bíði aftöku sinnar. Hvernig verður Laugarvegurinn orðinn eftir tíu ár með þessu framhaldi? Sorgleg þróun, svo ekki meira sé sagt!
Ég vona annars að þið njótið dagsins!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.5.2008 | 21:17
Þakklæti
Oft í gegnum árin hefur mér einhvern veginn tekist að finna eitthvað til að pirra mig á. Skattinum, nágrannanum, íslandi, rokinu, háu verðlagi og svona má lengi telja. En, í þetta sinn langar mig að minnast aðeins á það sem ég er þakklát fyrir. það er nefnilega ótrúlega margt sem ég er ósegjanlega þakklát fyrir.
Ég er þakklát fyrir:
manninn minn hann Árna
að búa í landi þar sem ekkert stríð er
að vera við góða heilsu
að eiga góða að
að þykja gaman í vinnunni
að ég sé frjáls til þess að kjósa
líf mitt eins og það er í dag
Ég get lengi haldið áfram en ég læt þetta duga í bili. Mig langar í staðin að klukka fimm bloggvini mína og biðja þá að skrifa niður 7 atriðið sem hann/hún er þakklát fyrir. ég klukka ykkur í commenti og þið klukkið svo fimm o.s.frv.
Eigið góðar stundir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.5.2008 | 15:01
Versnandi bloggleti
Bloggleti mín fer versnandi með degi hverjum! En, engar fréttir eru góðar fréttir eins og einhver segir. Bara í góðu skapi og með sumar í hjarta!!
Langar bara að nota tækifærið og minna skruddufélaga á skruddufundinn sem verður heima hjá okkur Árna núna á sunnudagskvöldið næstkomandi. Mæting er stundvíslega klukkan sjö! Við hlökkum til að sjá ykkur öll
Gleðilega hvítasunnuhelgi til allra!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.4.2008 | 11:29
Að bíða eftir tölvunni
Ég er að bíða eftir að tölvan mín hugsi í vinnunni.... Þetta er svosem ekkert tölvunni að kenna heldur tengingin mín við þessa tilteknu vefsíðu sem ég þarf að nota...
Annars bara í góðum fíling að hlusta á Cascada... og ég er að fara í fjögurra daga frí! Jibbíí
Njótið dagsins!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.4.2008 | 10:34
Ritstuldur er ritstuldur er ritstuldur...
Ég man vel eftir því þegar ég byrjaði í Háskólanum. Ég var ótrúlega spennt og bara hamingjusöm vegna þess að ég er ein af þeim sem kláraði menntaskólann í kvöldskólanum og þurfti einhvern veginn að hafa fyrir því að koma mér á þann stað sem ég var þegar ég hóf háskólanámið. Ekki það að ég held að þessi áfangi í lífi allra sé mjög eftirminnilegur, hvaða leið sem við notum til að komast þangað.
Ég fór á eins konar opnunarhátíð eða skólasetningu í hátíðarsal skólans þar sem aðilar frá Háskólanum héldu fyrirlestra og lögðu okkur nýnemum ákveðnar lífsreglur. Um það leyti sem ég byrjaði í skólanum var nýbúið að reka einn nemanda úr skólanum sem hafði stundað nám í ensku. Hann hafði, að mér skilst, farið inn á Google og náð sér í eina flotta ritgerð, gert copy - paste og skilað henni síðan inn. Upp komst um athæfið og nemandanum var vikið úr skólanum. Í þessari athöfn var þetta brýnt fyrir okkur. Með mjög skýrum orðum. RITSTULDUR ER BANNAÐUR Í HÁSKÓLA ÍSLANDS. Með þessu skýru og mjög svo mikilvægu reglu í huga hóf ég háskólanámið mitt, sem mér fannst algjörlega frábært.
Ég man líka eftir því þegar ég stundaði nám í háskóla í Svíþjóð í eina önn þá var ég í samskiptum við einn mjög mætan prófessor sem ég leitaði ráða hjá endrum eins vegna stórrar ritgerðar sem ég skrifaði þar. Besta ráðið sem hún gaf mér var að passa mig ALLTAF á því að vitna vel í það sem ég notaði í ritgerðina. Passa mig á að nota ekki kenningar eða texa annarra og skila því sem minn eigin.
En núna, þegar ég er útskrifuð og margt vatn runnið til sjávar þá skilst mér að þetta hafi eitthvað breyst verulega í Háskóla íslands. Núna er semsagt leyfilegt að Séra jón og prófessorar við Háskólann steli texta og komast upp með það. Þeim er ekki vikið úr starfi og halda væntanlega bara áfram að kenna. Ætli þeir segi nemendum sínum að það sé alveg bannað að stela texta frá öðrum?
Er þá hægt að reka nemendur úr skólanum sem stela texta? Mér er spurn...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.3.2008 | 21:32
Hmmm
Vitið hvað?! Ég veit ekkert hvað ég á að blaðra um. Ég var að fara yfir ýmis praktísk mál með ástinni minni og svo skiluðum við skattaskýrslunni í gærkvöldi...semsagt rosalega dugleg og praktísk þessa vikuna.
Jú, stóra fréttin er kannski sú að ég er að skila skattaskýrslunni á réttum tíma í fyrsta sinn á ævinni!! Og ég endurtek, á ævinni!! ég hef aldrei nokkur tíma skilað skattaskýrslunni á tilsettum tíma. Sko ef þetta er ekki merki um bata og almenna framför, þá veit ég ekki hvað! Annars má ég þakka honum Árna ástinni minni fyrir þetta, vegna þess að hann hjálpaði mér að ganga frá þessu og senda. Takk babe! :)
Jú, ég er enn að lesa Mæling heimsins og finnst hún fara batnandi þeim lengra sem ég les í henni. Þetta er nú samt ekki neitt meistarverk og fer seint í flokk heimsbókmennta. En, áhugaverð engu að síður og ég hlakka til að hitta Skruddufélaga til að heyra hvað þeim finnst. :)
Jæja, ætli það sé ekki komið nóg af prakstískum hlutum. Ég ætla fara og horfa á Immortal Beloved með Gary Oldman. Algjört meistaraverk þessi mynd og ég mæli með henni fyrir hvern þann sem ekki er búin að sjá hana.
Hafið það gott og farið varlega!! :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)