Ritstuldur er ritstuldur er ritstuldur...

Ég man vel eftir því þegar ég byrjaði í Háskólanum. Ég var ótrúlega spennt og bara hamingjusöm vegna þess að ég er ein af þeim sem kláraði menntaskólann í kvöldskólanum og þurfti einhvern veginn að hafa fyrir því að koma mér á þann stað sem ég var þegar ég hóf háskólanámið. Ekki það að ég held að þessi áfangi í lífi allra sé mjög eftirminnilegur, hvaða leið sem við notum til að komast þangað.

Ég fór á eins konar opnunarhátíð eða skólasetningu í hátíðarsal skólans þar sem aðilar frá Háskólanum héldu fyrirlestra og lögðu okkur nýnemum ákveðnar lífsreglur. Um það leyti sem ég byrjaði í skólanum var nýbúið að reka einn nemanda úr skólanum sem hafði stundað nám í ensku. Hann hafði, að mér skilst, farið inn á Google og náð sér í eina flotta ritgerð, gert copy - paste og skilað henni síðan inn. Upp komst um athæfið og nemandanum var vikið úr skólanum. Í þessari athöfn var þetta brýnt fyrir okkur. Með mjög skýrum orðum. RITSTULDUR ER BANNAÐUR Í HÁSKÓLA ÍSLANDS. Með þessu skýru og mjög svo mikilvægu reglu í huga hóf ég háskólanámið mitt, sem mér fannst algjörlega frábært.

Ég man líka eftir því þegar ég stundaði nám í háskóla í Svíþjóð í eina önn þá var ég í samskiptum við einn mjög mætan prófessor sem ég leitaði ráða hjá endrum eins vegna stórrar ritgerðar sem ég skrifaði þar. Besta ráðið sem hún gaf mér var að passa mig ALLTAF á því að vitna vel í það sem ég notaði í ritgerðina. Passa mig á að nota ekki kenningar eða texa annarra og skila því sem minn eigin.

En núna, þegar ég er útskrifuð og margt vatn runnið til sjávar þá skilst mér að þetta hafi eitthvað breyst verulega í Háskóla íslands. Núna er semsagt leyfilegt að Séra jón og prófessorar við Háskólann steli texta og komast upp með það. Þeim er ekki vikið úr starfi og halda væntanlega bara áfram að kenna. Ætli þeir segi nemendum sínum að það sé alveg bannað að stela texta frá öðrum?

Er þá hægt að reka nemendur úr skólanum sem stela texta? Mér er spurn...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Mjög góður punktur hjá þér. Það á auðvitað jafnt yfir alla að ganga. Eðlilegast hefði verið að víkja þessum kennara frá störfum með skömm. En það virðist vera ný stefna hjá HÍ að líða ritstuld og segja í mesta lagi sveiattan. Varla er hægt að reka nemendur fyrir ritgerðarstuld úr þessu. Mér finnst virðingu háskólans stórlega misboðið með þessari niðurstöðu.

Thelma Ásdísardóttir, 26.4.2008 kl. 12:40

2 identicon

Já, en Jón og Séra Jón lúta ekki sömu lögmálum. Prófessorinn vissi bara ekki að reglur og lög eiga við um hann líka, bara gerði sér enga grein fyrir því.

Olsen Olsen (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 14:31

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Olsen Olsen hefur rétt fyrir sér. ÞEtta er einmitt spurningin um Jón og séra Jón. Sumir verða ábyggilega reknir áfram og sumir fá áfram sér þjónustu.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 26.4.2008 kl. 21:29

4 Smámynd: Áddni

Ísland úr NATO og Hannes burt!

Áddni, 27.4.2008 kl. 11:50

5 Smámynd: Grumpa

Það er heldur ekki sama hvort þú ert í flokknum eða Flokknum og hvort þú þekkir Aðal eða þekkir bara einhvern Aðalstein Guðmundsson sendibílstjóra hjá Hreyfli

Grumpa, 27.4.2008 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband