Færsluflokkur: Bloggar
11.9.2008 | 19:28
Uppþvottavélar
Ég þarf að viðurkenna eitt fyrir ykkur.
Í vinnunni er lítill eldhúskrókur með kaffivél, örbylgjuofn og svo uppþvottavél. Við á skrifstofunni skiptumst á að sjá um aðstöðuna og tekur hver og einn tvo daga í senn. Maður á að setja bollana upp í skáp, þurrka af eldhúsbekknum og svo setja í uppþvottavélina...
Sko, ég kann ekkert á uppþvottavélar!! Ég var alin upp við það að leirtauið var þvegið samviskusamlega í rauðum bala fullum af vatni og grænsápu, síðan var leirtauið sett snyrtilega á græna uppþvottagrind þar sem einhver tók við og þurrkaði og setti upp í skáp. Svona var uppþvotturinn í æsku minni, og svona er hann heima hjá mér í dag (rauði balinn og grænsápan eru reyndar ekki lengur til staðar).
Og ekki nóg með það mér finnst uppþvottavélar scary!! Þær fyllast alltaf af sápu þar sem ég kann ekkert að mæla uppþvottaefnið í hana og set þar með alltaf alltof mikið. Froðan æðir á móti manni þegar maður opnar vélina og framkvæmir scary fizzzzz hljóð. Svo veit maður heldur aldrei hvað má setja í þessar vélar og hvað ekki. Má ég setja þessa stálskál í vélina? En þennan fallega mynstraða bolla?? en þennan erfðargrip frá ömmu? Og svona mætti lengi telja.
Ég veit alveg að þeir sem eru aldnir upp með uppþvottavélum fussa örugglega og sveija yfir þessum vitleysisgangi í mér. En svona er þetta bara Megi vandamál mín aldrei verða stærri en þetta
Þetta er nú meiri vitleysan!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.9.2008 | 17:36
Leikhúsið heim í stofu!
Ég bara verð að segja ykkur frá kjarakaupum sem við Árni gerðum um helgina. Þjóðleikhúsið opnaði dyr sínar í gær og kynnti til dæmis vetrardagskránna og bauð upp á pylsur og með því. Ásamt þessu voru líka gamlir leikhússtólar til sölu. Og þá meina ég alvöru gamlir leikhússtólar sem búið er að skipta út fyrir nýja
Árni kom snemma niður eftir og náði tveimur í mjög góðu ástandi. Og núna standa þeir semsagt í stofunni okkar og við gætum ekki verið ánægðari með gripina. Þeir eiga svo sannarlega eftir að fylgja okkur sem eftir er. Þarna ætlum við svo að sitja á góðum dögum, drekka eðal kaffi og lesa Glæpur og refsing eftir Fjodor Dostojevskí (sem við eigum reyndar að lesa fyrir Skrudduklúbbinn sem við erum í). Getur maður orðið eitthvað menningarlegri en þetta?!
Annars vona ég að helgin hafi verið frábær hjá ykkur öllum!Njótið vikunnar sem framundan er!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.9.2008 | 19:15
Haustdagar að hefjast!
Haustdagar eru hafnir og er það vel. Hef svosem ekkert að segja nema mig langaði að láta þessa fínu mynd fylgja af mér í Montreal. Við heimsóttum þarna eina stærstu kirkju sem við höfum nokkurn tíma komið í. Það var meira að segja rúllustigi inni í kirkjunni Góðar stundir!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.8.2008 | 15:47
komin úr sumarfríi
Hef svosem ekkert að segja. Er komin úr sumarfríi og það meira að segja fyrir nokkrum vikum (tveimur til að vera nákvæm).
Nenni ekki út í rigninguna og rokið til að taka þátt í menningarnótt en hlakka til að sjá hvor vinnur gullið á morgun,
Íslendingar eða Frakkar. Annars get ég yfirleitt aldrei horft á svona leiki, ég fer alltaf á taugum! Held einhvern veginn að ef ég horfi á leikinn, þá hljóti Ísland að tapa og ef ég horfi ekki á hann, þá hljóti þeir að vinna! Ég veit, þvílík vitleysa! En kannski er hægt að segja að þetta sé einhvers konar hjátrú eða forlagatrú. :D
Njótið annars dagsins og menningarinnar í Reykjavík og áfram Ísland!! :D
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.7.2008 | 11:31
Komin í sumarfrí
Það eru flestir mínir nánustu bloggvinir hættir að blogga. Ég veit ekki hvað veldur þessari útbreiddu bloggleti, en kannski hefur það eitthvað með sumarið og gott veður að gera...
Annars er ég nú ekki búin að fá gott veður í sumarfríinu mínu (byrjaði núna á mánudaginn), en það er eiginlega allt í lagi. Ég skemmti mér konunglega þrátt fyrir það. Er búin að gera fullt af því sem mig hefur lengi langað til að gera.
Ég er að fara til Kanada á morgun og hlakka bara mikið til. Ég hef aldrei komið þangað áður og ekki Árni heldur þannig að við erum bæði mjög forvitin að vita hvernig landið/borgin er. Ég hef líka lengi langað að koma til Kanada, þannig að þetta verður áhugavert.
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.7.2008 | 11:04
Mistök í Friends
Alveg ótrúlega gaman að horfa á þetta!! Góð byrjun á vikunni!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2008 | 16:07
Æðislegt veður!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.7.2008 | 13:26
Nýja lúkkið!
Mér finnst svo ótrúleg orðin sem komin eru inn í íslenskuna, eins og þetta orð: lúkk.
Dæmi: Þetta lúkkar flott, eða hefurðu séð nýja lúkkið á þessari síðu?
Beygist þetta þá svona:
Hér er lúkk - um lúkk - frá lúkki - til lúkks!
Ótrúlegt, síðan er náttúrulega alltaf jafn gaman að fylgjast með íslenskukunnáttu yngri kynslóðarinnar sem er að koma út á vinnumarkaðinn núna. þau horfa á mann með svona einlægum skilningsvana svip þegar maður biður til dæmis um frostpinna, jólaköku,eða jafnvel um venjulegan kaffi...svo ég tali nú ekki um gellur!! (fisktegund sem var algengur matur hér í den)
Sko, jólakakan og gellurnar eru nú kannski afsökuð þar sem ekki margir rembast lengur við að baka fyrir jólin í dag eða borða fisk yfirhöfuð, en frostpinni og kaffibolli...
Annars er þetta alltaf svo týpískt, maður andvarpar alltaf yfir yngri kynslóðinni þegar maður eldist. Svona er þetta bara
Njótið annars dagsins! Hann lúkkar allavega vel hingað til!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.7.2008 | 22:03
Laugardagur
Fór niður Laugarveginn með Hrefnu vinkonu í dag. það var dásamlegt að upplifa Laugarveginnn þegar allt er opið, ferðamennirnir allir á ferðinni og bara líf og fjör.
Þó að ég búi á Skúlagötunni, sem er steinsnar frá Laugarveginu nota bene, þá fer ég mjög sjaldan þangað þegar allt er opið. Ég er náttúrulega að vinna á daginn og svo er maður bara alltaf busy við að fara eitthvað allt annað á laugardögum. En, ekki í dag. Við fundum frábæran fatamarkað og ég keypti mér sumarpeysu á 990 og Hrefna fann gallabuxur á 990. Ekki slæmt það
Á laugarveginum finnur maður endalaust nýjar og spennandi búðir, faldar í kjöllurum, á efstu hæðum eða faldar bakvið hús. ég fann til dæmis æðislega sæta undirfataverslun sem ég hef ekki séð áður. Svolítið overpriced reyndar, en flott engu að síður. Við fundum líka skemmtilega búð með heimilisvörum og þar sá ég sófa sem er æðislega flottur, kemur að engu gagni þannig sé nema sem heimilisprýði, og hann kostaði ekki nema 73.000,-
Annars enduðum við niðri á Súfistanum en hann er nýbúinn að opna fyrir ofan Iðu bókabúðina í Lækjargötunni. Mjög flottur staður og algjörlega nauðsynlegt að fá sér stóran latte með mikilli froðu (þessi í súpuskálinni), svona eins og ég og Thelma drukkum alltaf hérna í den
ég verð nú annars að ljúka þessari færslu með því að læða inn myndbandi sem var gert fyrir IKEA partíið í fyrra, en það er þegar við höldum upp á að nýr vörulisti er kominn út. Takið sérstaklega eftir manninum mínum í lokin. Ekkert smá flottur Plús að þetta er ótrúlega fyndið!!
Góðar stundir!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.7.2008 | 15:37
Góða helgi!
Búin að uppgötva hvað það er sniðugt að setja bara inn myndband úr You tube þegar manni dettur ekkert í hug að segja. Ég er allavega með æði fyrir So you think you can dance núna og þetta er uppáhalds dansatriðið mitt, og ekki spillir nú að lagið er alveg ótrúlega flott!
Hafið það gott um helgina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)