Færsluflokkur: Bloggar

Hætt í bili

Ég ætla að hætta blogga í bili. Takk fyrir allar athugasemdirnar og skemmtileg samskipti á þessu tímabili.
Gangi ykkur öllum vel!


Skemmtileg helgi framundan

Jæja, þá er komið að því, árlegum graskerapæsbakstri! Núna verður hann haldinn heima hjá Lollu vinkonu. Ég verð að segja að ég hlakka ansi mikið til. Þetta verður mjög gaman. Síðan ætlum við að bjóða fullt af fólki í heitt graskerapæ, beint úr ofninum! Tounge Verður ekki betra en það. Ég læt ykkur vita af árangrinum eftir helgi Wink

Annars verð ég að láta fljóta með skemmtilegt mynband af einum ótrúlega fyndnum stand up grínista. Þið þekkið hann kannski úr There´s something about mary og Mousehunt. ótrúlega skondið þessi maður... þó ekki nálægt því eins fyndinn og skemmtilegur og minn heittelskaði InLove

 

 

 

 


Gott að hafa í huga á þessum tímum...

Núna þegar allir virðast vera farnir að rífast um ástandið á landinu, bendandi á mann og annan til að skella skuldinni á einhver einn, eða tvo. Bölva Bretum, bölva Seðlabankanum, ríkisstjórninni, bönkunum og svo mætti lengi telja. Þá er gott að staldra aðeins við, tæma hugann, anda djúpt og hugsa aðeins um manneskjuna sem við erum að bölva og hugsa illa til.

Við erum öllmanneskjur, með drauma, ást, kærleik, vonir og þrár. Við höfum öll grátið, glaðst og fundið tilfinningar.

Það er nefnilega svo oft auðvelt að detta ofan í eitthvert blint hatur og aftengjast því mannlega í svona ástandi. Verum málefnaleg í gagnrýni okkar. það eru ábyggilega margir íslendingar í dag sem gráta ástandið í landinu sínu núna.

Gangi ykkur öllum vel þarna úti Smile


Meira krepputal...

Já og svo er náttúrulega bara að taka slátur í kreppunni Smile

Gangi ykkur öllum vel þarna úti í breyttu þjóðfélagi. Þetta mun allt fara vel og það jákvæða við þetta er að ástandið minnir okkur á það sem mestu máli skiptir. Fjölskyldan, vinir, kærleikurinn og bara að vera til og draga andann. Það eitt og sér er kraftaverk!! Heart

 


10 góð ráð í kreppunni...

1. Fara í Bónus og kaupa fullt af mat sem endist mjöööög lengi

2. Fara út að borða í IKEA

3. Draga fram spilin gömlu góðu og endurvekja kvöldvökurnar

4. Fara á staði þar sem kaffi er ókeypis, til dæmis í bankana. Þeir eiga kannski enga peninga lengur, en þeir hljóta að eiga nóg af kaffi

5. Kaupa lager af bensíni

6. Fá sér bréfadúfur, þar sem símafyrirtækin hljóta líka að rúlla á hausinn.

7. Dunda sér við að semja skeyti, setja í flösku og henda í sjóinn

8. og talandi um flöskur, er ekki kominn tími til að selja tómu flöskurnar...það er nýbúið að hækka endursölugjaldið!

9. Hætta að keyra og taka strætó. Það er til dæmis hægt að nota bílinn sem auka geymslu... vantar manni ekki alltaf meira geymslupláss...

10. Fara út að labba og njóta þess að vera til Grin

Njótið helgarinnar og gangi ykkur öllum vel!!


Gott að hafa í huga í kreppunni

Það er hreinlega skelfilegt ástandið!! Það er bara þannig. Manni er algjörlega hætt að standa á sama um ástandið í þjóðfélaginu og þetta er hætt að vera fyndið.

En, þrátt fyrir að gjaldmiðillinn okkar hrynji, þá táknar það ekki að líf manns hrynji til grunna. Við mannfólkið eigum það nefnilega stundum til að skilgreina okkur eftir eignum okkar og fjárráði. Ef hinn eða þessi á mikinn pening (pappírssnifsi eða tölur á tölvuskjá), þá er oft talið að sá hinn sami sé eitthvað verðmætari mannvera að meiri manneskja.

En, það er náttúrulega aldrei það sem skiptir máli. Það sem skiptir mestu máli er ró í huga og frið í hjarta. Það þarf enga peninga til að öðlast það. Lífið er alltaf ókeypis en lifnaðarhættir kosta peninga.

Gangi ykkur öllum vel og ég vona að enginn sé dottin ofan í svartnætti. Við höfum lifað af verri tíma en þetta. Wink


Hef svosem ekkert að segja

Ætla eiginlega bara að segja góða helgi við alla sem kíkja hérna inn í heimsókn. Smile Er að fara á Eyrarbakka í heimsókn til allra. Það verður gott að fara í sveitina þó ég eigi náttúrulega eftir að sakna míns heittelskaða ofsalega mikið!!... Ég veit! ég get ekki verið án elskunnar minnar... Heart

Ég vona að helgin verði frábær hjá ykkur öllum Wink 


Breskur húmor eins og hann gerist bestur

Ég bara verð að setja þetta inn hérna, svona aðeins til að hressa upp á mánudaginn...

 Skemmtileg byrjun á vikunni Grin Njótið vikunnar!!

 


Króna litla

Einu sinni var lítil króna sem langaði svo í teygjustökk. Hún fór en gleymdi teygjunni og nú er hún frjalsu falli!!
Vonandi grípur hana einhver!

Smá useless information fyrir helgina.


Ljósmæður...

Sinna einu af mikilvægasta hlutverkinu í samfélaginu. Án þeirra kæmust ekki svona mörg börn í heiminn, án þeirra væri ekki svona mörgum krílum bjargað sem eru í hættu.

Ég veit lausnina á þessu. Af hverju tekur landsliðið í handbolta sig ekki til og gefur þessar 50 milljónir sem skyndilega duttu úr vasa ríkistjórnarinnar til ljósmæðra? 

Ekki að ég sé eitthvað að setja út á handboltann né móttöku þeirra þegar þeir komu til landsins. Alls ekki! Mér finnst bara að ef ríkistjórnin getur hrist þessa peninga úr hendi sér fyrir handboltann, þá held ég að þeir geti líka samið við eina af mikilvægustu starfsmönnum samfélagsins.

Njótið helgarinar!! Grin


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband