Færsluflokkur: Bloggar
21.3.2008 | 21:55
Sund í Borganesi
í dag var æðislegt veður hreint út sagt. ég og Árni ætluðum að vera bara löt heima, en það var ekki sjéns í þessu veðri. Það var hreinlega ekki hægt.
Þannig að við pökkuðum sunddótinu okkar ofan í tösku og brunuðum til Borgarnes í blíðskaparveðri. Sundlaugin var opin og allar bensínstöðvar og kaffihús. Við röltum líka aðeins um þorpið og létum okkur dreyma um að eiga æðislegt sumarhús sem vísaði út á hafið og fjöllin.
Sundlaugin var æðisleg. Ég hef aldrei farið í sund í Borgarnesi og get hiklaust mælt með því. Enda, kannski ekki hægt annað en að elska lífið þegar maður syndir í tæru vatni með sólina í andlitinu og elskuna sína sér við hlið! hvað er betra? :)
Við fengum okkur síðan að borða áður en við keyrðum heim á leið. Við fórum Hvalfjörðinn og ég var minnt á hversu ótrúlega fallegur fjörðurinn er. Ekki er náttúrulega verra að keyra hann í sól og horfa á spegilsléttan hafflötinn.
Allavega, dagurinn var yndislegur hreint út sagt. Við Árni ætlum örugglega að gera meira af þessu í sumar. henda sunddótinu aftur í og bruna eitthvað út úr bænum og finna friðsæla og yndislega staði.
Gleðilega páska allir! :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
16.3.2008 | 09:33
Hitt og þetta
Jæja, margt um að vera núna og nánast enginn tími til að blogga. :) Mikið að gera í vinnunni og í einkalífinu, sem er náttúrulega bara frábært!
Annars mætti ég loks á Skruddufund um daginn og þótti algjörlega frábært. ég hef nefnilega þjáðst af bókmenntaleiða af háu stigi undanfarna mánuði og hef viljandi ekki sökkt mér ofan í neinar kenningar, ekki fylgst með skrifum prófessoranna eða bara fylgst með yfirhöfuð. Það er svosem gott og blessað að hvíla hugann aðeins og leyfa sér að njóta annarra atriða í lífinu... :)
Annars vorum við að lesa bók sem heitir Hegravarpið eftir Lisa Trembley. Þetta er ábyggilega merkileg bók og ég hlakka til að lesa hana, en eins og fyrrnefnd lesleti mín bendir til, þá var ég ekki búin að lesa hana áður en klúbburinn hittist. Annars voru mjög skiptar skoðanir um bókina og gaman að fylgjast með umræðunum. Næst ætlum við að lesa Mæling heimsins eftir Daniel Kehlman. Hlakka til að lesa hana og koma mér aðeins í gírinn aftur. :)
Annars er ég að fá fullt að skemmtilegum konum heim í dag, og saman ætlum við að baka, spjalla og bara njóta þess að vera saman. Ég hlakka mikið til að sjá allar konurnar og þetta verður ábyggilega frábær dagur!
Ég vona að allir njóti dagsins!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.3.2008 | 11:21
Bloggleti og flensan
Góðan daginn.
Sko bloggleti minni eru engin takmörk sett þessa dagana, plús að mér tókst að detta ofan í hinu undarlegustu flensu. Ég er ekki búin að vera kvefuð eða með í maganum,, þessar týpísku flensur semsagt. Heldur er ég gjörsamlega búin að vera eins og undin tuska alla vikuna. Bara gjörsamlega að farast úr slappleika og heiladauða...
Þetta er hin undarlegasta flensa verð ég að segja, en ef einhver hefur verið að þjást af þessu sama, látið mig endilega vita.. :)
Annars er bara ekkert að frétta, ég er voðalega ánægð með að sólin sé farin að koma upp á morgnanna og birtan verður alltaf meiri og meiri með hverjum deginum.
Hlakka til sumarsisn, verð að segja!
Vona annars að allir séu að eiga góða helgi! :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
26.2.2008 | 11:35
Prófið þetta - Algjör snilld!
Prófið þetta og ekki svindla!
Segið eftirfarandi tölur upphátt fjórum sinnum eins hratt og þið getið og svaraðu svo því sem kemur fyrir neðan (ekki kíkja). Svaraðu strax og án þess að hika.
9
99
999
9999
Nefndu verkfæri:
Í kommentinu stendur verkfærið sem 70% allra dettur í hug. Ótrúlegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.2.2008 | 19:19
Apple og PC
Þau sem eru á svipuðum aldri og ég muna eflaust eftir merkilegu menningarfyrirbrigði sem til varð um miðjan níunda áratuginn, en það var DURAN DURAN VS. WHAM. Mikið var rifist og þrefað og óskapast yfir þessum tveimur popp sveitum og þetta var orðið svo alvarlegt að varla leið sá dagur að ekki voru bréf í lesandadálkum DV og Morgunblaðinu (man reyndar ekki í hvoru blaðinu) þar sem slegist var með orðum um hver hljómsveitin væri flottari og hver væri nú sætastur og s.frv. Merkilegt fyrirbrigði verð ég að segja.
En, mér finnst eiginlega annað slíkt menningarfyrirbrigði vera í þróun, en það er rígurinn ógurlegi á milli Apple og PC. ég veit ekki hversu oft maður hefur hreinlega lent í rökræðum um hvort tækið er betra, hvort fyrirtækið er betra, hver gerir betri auglýsingar og hvor tölvan er sætari, ipod eða Mp3, Dell eða Macbook og svona má lengi telja.
Ég er reyndar orðin svolítið hlutlaus í þessu öllu saman þar sem ég vinn bæði við Apple og PC. Ég styð á nokkra takka á lyklaborðinu og skipti á milli tölva þannig.
Og ég get sagt ykkur, ef Apple tölvan virkar vel, þá er PC með stæla, og ef PC virkar vel þá byrjar Apple með stæla. Ég held í alvörunni að þeim líki ekki við hvora aðra. Þær eru örugglega að taka mestan þátt í þessu skemmtilega menningarfyrirbæri!
Vona að allir hafi það gott! :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
9.2.2008 | 11:14
Löt á laugardagsmorgni
Það góða við þetta veður er að maður getur hangið inni og gert allt það sem maður ætlaði að gera innandyra svo lengi. Vaknaði í morgun eitthvað voðalega afslöppuð og með notalega tilfinningu.
Hellti upp á kaffi með mínum heittelskaða og er svo núna búin að sitja og skoða blogg hjá bloggvinum mínum í nokkra stund núna.
Ein bloggvinkona mín var nefnilega að benda á að maður kíkir ekki nógu oft á bloggvini sína og sér hvað þau eru að gera og upplifa. Það var fín ábending og ótrúlega gaman að gefa sér smá tíma til að heimsækja vini sína í tölvuheimi.
Annars ætla ég ekki að gera mikið um helgina, versla, taka til, baka ostaköku, elda góðan mat og hitta vonandi eitthvað af vinkonum og mínu nánustu.
ég vona svo sannarlega að þið njótið helgarinnar og njótið þess að slaka á í ófærðinni! :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.2.2008 | 19:49
Veðrið
Það er stundum erfitt að vera til í svona veðri. Ég elska Ísland, en í svona veðri hugsar maður hlýtt til Suðurlanda, hlýjunnar og sólarinnar.
Hélt ég yrði úti í morgun á leiðinni í vinnuna! En var annars hissa á því hversu vel Ópelinn gamli góði stóð sig vel í snjónum......Á annars ekki að segja þetta, þá festi ég mig ábyggilega á morgun! :)
Vona annars að þið séuð ekki þarna úti að festa ykkur eða renna í hringi einhverstaðar.
Ætla að fara upp í sófa og horfa á góða mynd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.1.2008 | 20:05
Holland og fleira
Sest loksins niður með tölvuna í fanginu heima í stofu og reyni að hripa einhverju niður á blað.
Það er ansi margt búið að gerast síðan nýtt ár gekk í garð, þó ekki einu sinni janúar sé liðinn.
Ég get þó sagt að í seinustu viku fór ég til Hollands á námskeið vegna vinnunnar og fór síðan til Amsterdam með Árna og þar eyddum við helginni saman.
Allavega, Amsterdam, Holland. Hmm, alveg ótrúlega undarleg borg í rauninni. Hún er sambland af krúttlegri menningararfleifð nýlenduveldis og vestrænni hningnun. Hún er sleazy. Þarna reykja allir enn inni á öllum kaffihúsum og veitingastöðum og þjónustustúlkan sest nánast við næsta borð og reykir og drekkur bjór eftir að hafa slengt diskunum kæruleysislega á borðið... Skondið, en samt líka hálf sorglegt.
Amsterdam mun hins vegar alltaf hafa mjög sérstakt gildi í huga mér. Sama hvernig borgin er, þá mun mér alltaf þykja ótrúlega vænt um hana, vegna þess að þar átti ég bestu stundir lífs míns.
í rétta félagskapnum eru allir staðir í heiminum fallegir! Og þar með er Amsterdam falleg og ljúf. Þó að borgin virðist ógnandi á stundum þá var aldrei neitt að óttast vegna þess að ég hélt í hendina á ratvísasta manni sem ég hef nokkurn tíma á ævi minni hitt.
Alltaf samt gott að koma heim til Íslands þó að veðurguðirnir séu nú ekki beint í góðu skapi þessa dagana. :)
Ég vona að þið hafið notið dagsins og séuð að njóta þess að kúra í skammdeginu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.1.2008 | 11:59
Palli Óskar!
Ég er að hlusta á nýja diskinn hans Palla Óskar í nýja Ipodinum mínum í vinnunni.
Þessi diskur er algjör snilld. Ég hlusta á hann aftur og aftur og leiðist aldrei eitt andartak! Hann er algjör snillingur hann Palli! Mæli með þessari frábæru tónlist fyrir alla!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)