Færsluflokkur: Bloggar
9.1.2008 | 13:23
Mark lives in IKEA
Kíkið á þessa síðu! Mér finnst þetta náttúrulega drepfyndið þar sem ég er að vinna í IKEA
http://www.marklivesinikea.com/
Gleðilegt nýtt ár annars og ég vona að árið hafi farið vel af stað hjá ykkur öllum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.12.2007 | 11:46
Jólaandinn í umferðinni (?)
Mér finnst ég bara verða aðeins að fá að tjá mig um umferðina. Ég hef núna lent í því tvisvar með mjög stuttu millibili að fólk sem er mér mjög kært hefur lent í umferðaróhöppum.
Fyrsta atvikið gerðist rétt fyrir jólin, en þá var ein besta vinkona mín að keyra af bílaplaninu fyrir framan vinnuna hjá sér þegar í veg fyrir hana keyrir bíll sem sinnti ekki stöðvunarskyldu og vinkona mín keyrir þar af leiðandi beint inn í hliðina á bílnum. Báðir bílarnir voru það skemmdir að það þurfti að draga þá í burtu en það mikilvægasta var að sjálfsögðu að engin meiddist alvarlega!
En viti menn, ökumaður hins bílsins æðir út úr sínum bíl og hellir svívirðingum yfir vinkonu mína. ,,Hvern ans.. varstu að hugsa þarna!!" og svo framvegis. Ökumanninum var kurteislega bent á það að hún er í órétti.... En hvað svosem með það hvort maður er í órétti eða ekki. Það er engin ástæða til að koma svona fram þegar maður lendir í bílslysi....þetta er jú bara slys og mikilvægt að sýna ró og kurteisi í svona aðstæðum. Vinkona mín meiddist á öxlinni og ég vona að hinn ökumaðurinn hafi ekki meiðst neitt.
En, svo núna í gærkvöldi, þá lenda ég og maðurinn minn í því að við erum að keyra niður þrönga götuna heima þegar jeppi mætir okkur. Vegna snjóþunga þá er vegurinn svo þröngur að bílarnir strjúkast við hvorn annan. Ég tek það fram að þetta er óhapp, og eins minni háttar og mögulegt er. Svona getur bara því miður gerst, og minnsta málið hefði verið að leysa þetta með kurteislegu spjalli og tjónaskýrslu.
En viti menn, maðurinn í jeppanum kemur út ALGJÖRLEGA BRJÁLAÐUR. Hann öskrar gjörsamlega á manninn minn, við erum hálvitar og ég veit ekki hvað. Ég varð hrædd á tímabili að hann ætlaði að ráðast á manninn minn. Hugsið ykkur. Það kom nokkurra sentímetra rispa á bílinn hans....
Mig langar bara að spyrja, hvað er eiginlega að? Af hverju í ósköpunum halda sumir að bílinn og umferðin sé einhvers konar terapísk reiðiútrás? Ég er svo gáttuð á hegðun fólks í umferðinni stundum að ég get varla orða bundist. Og svo getur fólk ekki einu sinni fundið nægilegan frið í hjarta sínu um jólin, heldur ógnar fólki með öskrum og látum yfir örlitlu óhappi á jólakvöldi......
Reynum í guðana bænum að sýna tillitsemi og kurteisi í umferðinni. Við erum öll bara mannleg, við eigum öll ástvini og höfum tilfinningar. Við getum ekki bara hætt að vanda okkur í samskiptum við hvert annað og sýna öðrum virðingu, bara vegna þess að við setjumst inn í dautt tæki...sem er nota bene bara tæki, en getur hæglega orðið okkar bani ef ekki er varlega farið.
Ég vona annars að allir hafi notið jólana og ég óska öllum gleðilegs árs og velfarnaðar í umferðinni á nýju ári.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.12.2007 | 19:48
Gleðileg jól!
Langaði bara að segja gleðileg jól við ykkur öll!!
Ég vona að allir hafi það sem best yfir hátíðirnar og ég hlakka til að halda áfram að blogga á næsta ári. Þetta er búið að vera besta ár ævi minnar og ég veit að mín allra bestu ár eru framundan! :)
Þið sem fáið kannski tvö jólakort frá mér...eða ekki neitt, þá sorry! Það varð nefnilega smá ruglingur í jólakortasendingunum. :)
Sjáumst hress sem fyrst!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.12.2007 | 15:26
Jólaskreytingar
Núna er ég búin að skreyta skrifborðið mitt í vinnunni fyrir jólin. það er rosalega flott!
Ég held samt ekki að ég vinni verðlaunin fyrir bestu jólaskreytinguna sem er núna í gangi í vinnunni. Alltaf samt gaman að hafa jólaskreytingar í kringum sig.
Góða helgi til ykkar allra!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.11.2007 | 13:20
GSM, SMS, Email etc...
Ég, íris, Patrekur litli og mamma vorum í Kringlunni ekki alls fyrir löngu að versla og skoða.
Íris var að fara með Patrek til Hómópata annars staðar í bænum, en við mamma ætluðum að vera áfram í Kringlunni. Og eins og venjulega ætlaði Íris að koma aftur í Kringluna og hafa samband þegar hún væri komin. Semsagt með SMS eða með því að hringja....
En viti menn, GSM síminn minn var batteríslaus..... ég var semsagt sambandslaus! Og nú voru góð ráð dýr! ÁN GRÍNS
Við íris störðum bara á hvora aðra og spurðum báðar: Bíddu, hvað gerir maður þá! íris vissi nefnilega ekki hvenær hún yrði búin hjá hómópatanum.
Nú var bara að nota gamla early nineties trikkið. Við hittumst við Kaffitár milli 4 og 5. Kíkjum við og við og sjáum hvort við erum komnar og vonumst til að hittast. Þetta var nú óneitalega svolítið spennandi, ég verð að segja það. Svolítið eins og í spennusögu.... :)
Maður fattar ekki hversu háður maður er símanum, emaili, sms og öllum þessum tækjum sem halda manni í sambandi allan daginn, allan sólahringinn, allan ársins hring. Ég er svo vön því að ná í alla, alltaf, hvenær sem er og hvar sem er... og ég er alltaf í sambandi. Það er skrítið hvernig maður getur orðið gjörsamlega háður einhverju sem maður vissi ekki einu sinni að maður þyrfti fyrir 15 árum síðan. Skemmtilegt að spá í þetta... :)
Eigið annars góðan dag, og best að drífa sig í lærdóminn... :O
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.11.2007 | 11:40
Jólagjafakaup og fleira
Á laugardaginn seinasta kláraði ég að halda fyrirlesturinn sem ég var búin að vinna að í seinustu viku. Mikið voðalega var það góð tilfinning þegar ég var búin. Ég fór niður í bæ eftir á, hringdi í Lollu vinkonu og spurði hana hvort hún vildi koma í kaffihús og spjall. Ekkert samviskubit yfir því að vera skrópa í skólanum eða að hangsa á meðan maður á að vera læra heima o.s.frv. ... :) Algjörlega yndislegt!
Átti líka alveg yndislegan dag í gær (sunnudag). Við Árni fórum í jólagjafaleit og fundum jólagjöfina handa honum Patreki litla dekurfrænda... sem er bara eins og hálfs árs nota bene og hamingjusamasta kríli sem ég hef nokkurn tíma kynnst.... :)
Ég held ég hafi aldrei verið eins fljót með jólagjafakaupin og núna í ár og ég held að kaupin hafi aldrei verið eins einföld og bara hreinlega skemmtileg!
Núna á ég bara eftir að klára verkefnin sem liggja fyrir til að klára þessa önn. Hún er búin að vera ótrúlega fljót að líða, en ég verð eiginlega að segja sem betur fer. :)
Hlakka bara til að klára önnina og halda jólin með ástvinunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.11.2007 | 21:02
Heima að læra
Núna er sá tími runninn upp þar sem ég fer í þægileg föt, sest fyrir framan tölvuna, læsi hurðinni og nánast hendi lyklinum... svona þangað til ég er búin með öll verkefnin fyrir skólann og ég fæ að snúa aftur til mannheima... :)
Annars hef ég mjög slæman sið hvað þetta tímabil varðar. En, ég er gjörn á að hætta nánast alveg að hugsa um heilsuna. Matarræði og hreyfing fara forgörðum ásamt uppvaski, eðlilegum svefni og hógvær kaffidrykkja hættir allt í einu að vera hógvær... það er eins og ég flytji á einhverskonar hlutlaust svæði þar sem allt má.... :) svona næstum því...
Mig grunar að ég sé að halda mér á einhvers konar dampi til að rumpa þessu öllu af á mettíma. Kannski ég ætti að reyna að taka annan pól í hæðina í þetta sinn og fara í ræktina á morgun, og hætta við að vaka fram á nótt til að klára þennan fyrirlestur fyrir laugardaginn. :)
Htt hefur jú dugað mér, en það er bara svo asskoti óheilsusamlegt! :) Ætla allavega að reyna að overdósa ekki af kolvetni og koffeini í þetta sinn...
Hafið annars góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.11.2007 | 10:33
Upp á hól....
Núna fara jólin að nálgast með tilheyrandi undibúningi og látum. Nú þarf að ákveða svo margt, hvar á að vera? hvað á að gefa, hverjum á að senda jólakort, hvenær klárast skólinn og svona er endalaust hægt að telja og bæta við listann.
Það er samt alltaf eitt óleyst vandamál varðandi jólin og endalaust hægt að diskútera, og það er textinn í jólalaginu góða, segir maður upp á stól stendur mín kanna..., eða segir maður upp á hól stend ég kanna...
Alltaf gaman að spá í þetta. :)
Vona annars að þið eigið góðan dag!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
13.11.2007 | 14:06
Sjálfsþekking
Það er skrítið stundum þetta líf. Alltaf fáum við að vita meira og meira með hverjum deginum. Okkur er alltaf sýnt meir og meir. En það er að sjálfsögðu ekkert sjálfgefið að við tökum það sem okkur er gefið og förum vel með það, eða hlustum yfirhöfuð.
Er það kannski þess vegna sem við gerum alltaf sömu mistökin, aftur og aftur og aftur....sum okkar allavega...
Stundum nær maður að grípa sannleikann á lofti og stundum er hann ljúfur að sjá og heyra, og stundum er hann bitur og sár.
Hvort sem er, þá er alltaf betra að taka það sem manni er sýnt og gefið og nota það, læra af því, setja það á góðan stað í sálinni og nýta sér það sem verkfæri morgundagsins.
Ég vona að þú sért að njóta dagsins!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.11.2007 | 15:09
Flensa og fleira
Jæja, náði mér í flensu enn einu sinni! og núna magakveisu. :( Sko, ég þoli ekki magakveisur, nema fyrir það eina að maður fitnar allavega ekki á meðan. :) Maður verður að sjá góðu hliðarnar á þessu. Annars ganga svona flensur hratt yfir og ég verð orðin góð á morgun.
Annars fór ég í brúðkaup á laugardaginn seinasta. Þetta var fólk sem Árni þekkir en ég hafði aldrei séð. Samt táraðist ég í kirkjunni og við sum ræðuhöldin í veislunni eftir á. Það er bara svo fallegt að sjá þegar fólk játar hvort öðru ást sína, og þá skiptir engu hvort maður þekkir viðkomandi eða ekki. Mér finnst þetta allavega yndislegt og ég skemmti mér mjög vel.
Ég fékk síðan flensuna þá um nóttina og hef fengið skammir frá Grumpu (grimmu) fyrir að mæta ekki á skruddufundinn góða sem var í gærkvöldi. Ég frétti að hún hefði borðað allar marensterturnar og súkkulaðið frá Heidelberg sjálf vegna slæmrar mætingar í gær. Vona bara að hún hafi ekki endað með magakveisu! :)
hafið það annars gott og ég vona að þið hafið ekki gómað flensuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)