Færsluflokkur: Bloggar
5.11.2007 | 15:50
Graskerapæið!
Ég fór austur um helgina og var hjá mömmu, Írisi og Patreki litla. Thelma kom líka austur. Linda kom að sjálfsögðu líka og kíkti á liðið og auðvitað skapaðist mikill hávaði og læti eins og gengur í þessari fjölskyldu. :) Það þætti allavega mjög undarlegt ef allir hefðu allt í einu bara hljóð og töluðu í venjulegu desíbili.... :)
Allavega, ég fór klifjuð austur eins og venjulega snemma á föstudagseftirmiðdegi, nema núna fylgdi með mér forláta grasker (ég sendi það reyndar austur á undan mér með Thelmu). :)
En mér hefur alltaf langað til að búa til graskerapæ úr alvöru graskeri, þannig að núna ætlaði ég að láta þetta gerast og sjá hvernig til tækist. Ég byrjaði klukkan 3 eftir hádegi á laugardegi og pæið kom ekki útúr ofninum fullklárað fyrr en klukkan rúmlega sjö um kvöldið. Þetta var alveg ótrúlega gaman, og allir voru svo forvitnir að vita hvernig þetta kæmi út. Þetta vakti allavega mikla forvitni og katínu og varla leið sú stund að ekki einhver var frammi í eldhúsi hjá mér að bogra yfir graskerinu undarlega, pota í, spá og spekúlera.... :)
Og viti menn, mér fannst pæið ótrúlega gott! Ég hef heyrt fjölmargar sögur af því að graskerapæ sé ekkert sérstakt á bragðið og ég get svosem alveg skilið að þetta sé ekkert fyrir alla. En, mér fannst það himneskt svona heitt út úr ofinunm og með þeyttum rjóma! Jummí :) Botninn tókst reyndar ekki nógu vel og ég þarf eitthvað að endurhugsa það fyrir næsta ár.
Allavega, pæið var success og ég ætla örugglega að gera þetta aftur á næsta ári. :)
Þetta var annars ótrúlega skemmtileg og góð helgi. Vona að ykkar hafi verið jafn frábær. :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.10.2007 | 14:25
Kósí snjór
Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst snjórinn í borginni eitthvað voðalega kósí og krúttlegur. Þetta er náttúrulega algjör kúvending á mér vegna þess að ég hef aldrei á mínum fullorðinsárum líkað við snjóinn. :)
Ég veit ekki hvað þetta er, hvort þetta er aldurinn að segja til sín, meiri kúriárátta í mér eða hvað það er.
Allavega, mér finnst snjórinn fínn og veturinn leggst bara vel í mig.
Eigiði góðan dag!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.10.2007 | 14:57
Jarhead og Whitesnake
Sit heima og læri. Það er sól og heiðskírt úti. Ég er að þýða kafla úr bók sem heitir Jarhead á frummálinu og andlegan innblástur fæ ég með því að hlusta á Whitesnake. :) Þetta er ágætis bók eftir uppgjafahermann sem heitir Anthony Swofford og fjallar um veru hans í Sádí Arabíu í fyrra Persaflóastríðinu.
Það er ekki svo ýkja einfalt fyrir Íslending að þýða hernaðarhugtök. Við höfum engan her og höfum aldrei haft. Eitt orð getur nefnilega vísað langt aftur í menningarsöguna auk þess að hafa miklu dýpri þýðingu fyrir þann sem hefur alist upp við hugtökin.
En, einhverstaðar lendir maður í lokin og það er aldrei að vita nema einhver nýyrði fæðast í öllum þessum pælingum. :)
Annars er ég búin að leysa þetta leyndarmál með kaffibollann (tjáði mig í sumar um skilningsleysi kaffibarþjóna þegar maður biður um venjulegan kaffibolla), en núna segir maður víst AMERICANO! Þannig að núna segi ég hátíðlega: góðan daginn, ég ætla að fá einn AMERICANO takk. Og þá fæ ég rótsterkan góðan kaffibolla. :)
Ég veit ekki hvort þetta er tilraun okkar Íslendinga til að skilgreina okkur sem land í Suður Evrópu eftir öll hlýindin í sumar, og þar af leiðandi EKKI amerísk, eða hvort þetta sé Ísland að færa sig aðeins of nálægt Ameríku með því að kalla náttúrulegan og af guði gerðan kaffibolla amerískan.... eins og hann var upprunalega eða eins og hann er normal....eða er þetta vísun í að venjulegur kaffibolli er hugmyndasnauður og niðursoðin menningarklisja?
Ég veit ekki alveg af hverju, en ég er handviss um að þetta á sér einhverja menningarlega forsendu og fyrirmynd.
Hafið það sem allra best um helgina og ekki drekka yfir ykkur af AMERICANO! :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.10.2007 | 12:05
Hámenning og lágmenning
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.10.2007 | 18:14
Einn af þessum dögum
Sæl veriði bloggfélagar og aðrir
Ég átti einn af þessu dögum. Það eru bara sumir svona dagar sem koma til manns. Maður fer á fætur, klæðir sig og undirbýr fyrir daginn framundan, en svo verður hann bara einhvern veginn hálf endaslepptur greyið, án þess að maður eiginlega viti nákvæmlega af hverju.
Það er einhvern veginn milljón hlutir sem pikka í mann, allir í vinnunni eru einhvern veginn hálf fúlir, kennarinn rukkar mann um verkefnið sem maður var búin að trassa að skila, kvörtunarbréf um bílastæði er það eina sem er í póstkassanum þegar maður kemur heim, hárið er allt ómögulegt, engin sendir manni email og svo er rigning og rok úti .... :)
En, svona eru bara sumir dagar og ég er alveg jafn þakklát fyrir þá eins og hina dagana. Ég er alltaf þakklát fyrir að vera til, fyrir elskuna mína, vinina, fjölskylduna, heilsuna og bara lífið yfirhöfuð. Svo eru þetta náttúrulega bara smáatriði miðað við allt sem á gengur á hverjum degi. Svona dagar verða alltaf líka til. :)
Ég vona að ykkar dagur hafi verið rosalega góður, :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.10.2007 | 13:40
Gertrut Die Snitzchel Smacher!
Ég var á skruddufundi núna á sunnudaginn seinasta og félagarnir í bókaklúbbnum komust að því að ég hlyti að hafa verið þýsk kona í fyrralífi sem bjó í Weimar í kringum 1770 og hafi heitið Gertrut Die Snitzchel Smacher!
Vona að dagurinn ykkar sé að ganga rosalega vel! :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.10.2007 | 16:43
Flugvellir
Það er eitthvað ótrúlega heillandi við þetta fyrirbrigði, flugvelli.
Það er sérstaklega gaman að vera komufarþegi og fylgjast með fólki þegar maður er að bíða eftir töskunum, og svo líka þegar úr tollinum kemur. Þar standa svo margir með eftirvæntingu í augum og jafnvel tárin tilbúin, kannski að bíða eftir einhverjum sem ekki hefur sést á heimaslóðum í fjöldamörg ár.
Þarna eru líka svo margar týpur að finna. Þarna sést alls kyns fólk, pönkarar, businessmenn/konur, hindúar í viðeigandi fatnaði, arabar, þreytt fjölskyldufólk, einmana sölumenn, Íslendingar og Ástralar.
Ég hugsa oft hvaðan þetta fólk er að koma, hvernig hefur líifið leikið þessa konu? Af hverju er hún með sorg í augum? Af hverju haltrar þessi maður og af hverju grætur þessi unga stúlka? Hvaðan er maðurinn með skjalatöskuna að koma? Er hann einmana? Er hann orðinn leiður á ferðalögum, eða er hann kannski í grunsamlegum erindum?
Það er heilt ævintýri á bakvið hverja manneskju og það er svo ótrúlega heillandi og spennandi!
Ætli einhver hugsi svona um mig þegar ég stend og bíð eftir töskunum í ókunnu landi? Kannski.
Sé ykkur annars á sunnudagskvöldið, þið skruddufélagar. :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.9.2007 | 17:30
Alltof mikið að gera....
Sko, hvernig er þetta eiginlega með mig? Þegar það er brjálað að gera hjá mér og lærdómurinn gjörsamlega, bókstaflega hleðst upp, og vinnan minnir helst á anarkíst geðveikrahæli þar sem enginn kemst út fyrr en hann er búinn að skila minnst 20 tíma vinnudegi, þá sest ég niður og hangi á blogginu, hangi í bókum sem ég á ekki að vera að lesa, eða stelst í kaffi og brýt öll súkkulaði- og kleinubönn.
Ekki misskilja mig samt, ég hangi hérna á bókhlöðunni og les og les og les og les....og fæ oft algjörlega brilljant hugmyndir varðandi bókmenntafræði. Loksins! hugsa ég! Núna er ég búin að leysa bókmenntafræðigátuna fyrir fullt og allt! Hér kemur the ultimate kenning!!... Eða þannig. Yfirleitt daga nú þessar stórbrotnu kenningar og tilgátur bara upp í stílabókinni. En, það er aldrei að vita, kannski maður nái að koma þessu karpi út úr skúffunni og inn í ritgerð.
Kannski ég ætti að byrja á því að klára verkefnið sem ég er að vinna í....
Hafið það gott og farið varlega í brjálaða verðinu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.9.2007 | 21:38
Fallin.....
Í bókakaup!! Enn og aftur! Ég veit, ég var búin að lofa sjálfri mér því að hætta kaupa bækur næstu þrjú árin allavega.... eða eitthvað í þá áttina.
En ég og Árni duttum inn í bókabúð Máls og menningar í gærkvöldi og þar fann ég ótrúlega áhugaverða bók um mann sem heitir Olof Rudbeck. hann var sænskur brjálaður fræðimaður sem bjó í Uppsala á 17. öld (kannski eitthvað fram á 18. öld) og rannsakaði tilveru Atlantis. Það áhugaverða er að allar rannsóknir hans beindu honum í Norðrið! Bókin fjallar semsagt um þessa rannsókn hans og hlakka ég til að lesa hana (svona þegar ég hef tíma árið 2011....)
það er alltaf gaman að finna svona týnda fræðimenn, bókmenntaverk eða eitthvað þaðan af skemmtilegra! Ég get ekki beðið eftir að segja Grumpu frá þessu öllu í smáatriðum....
Hafið það annars gott og ég vona að allir séu að ná sér af flensunni sem virðist vera ná öllum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.9.2007 | 20:07
Komin á lappir!
Jæja, stigin upp úr veikindunum og ég vildi óska að ég gæti líkt þessu við sigur Mærinnar frá Orleans (svona þegar hún fór með sigur úr býtum) eða sigurför lafði Godiva þegar hún reið alls nakin á hestinum með hárið og kvenleikan að vopni..... en nei, því miður var nú upprisan úr veikindunum ekki svona dramatísk skal ég segja ykkur. Endaði bara í IKEA gallanum góða og gekk mig upp að hnjám í dag í einhverri eftirlitsferð með samstarfsmönnum....góð endurkoma úr veikindum það.....
Sit annars á bókasafninu og læri, og þarf víst að boða skróp á fyrsta skruddufundinum þar sem ég ætlaði að gera glæsilegt kombakk. En, ég þarf að sinna brýnni erindum á sunnudagskvöldið!!
Vona annars að haustið sé að leggjast vel í ykkur, svona þrátt fyrir hauststorma og fleira skemmtilegt....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)