Færsluflokkur: Bloggar
12.9.2007 | 13:34
Veikindi, tölvupóstar og fleira
Ég er ein af þeim sem gjörsamlega fer í fýlu ef ég verð veik. Ég þoli það ekki. Hver kannast ekki við að sjá stundum í hyllingum að þurfa að liggja uppi í rúmi daglangt, með kakóbolla og góða bók í hendinni, og ég tala nú ekki um ef það er grenjandi rigning úti og rok. Stundum eru veikindi séð í svona rómantísku ljósi, og kannski nota einhverjir þarna úti tækifærið og segjast bara vera veikir til að njóta þess að liggja heima á mánudegi undir sæng og lesa.
Ætla mér ekkert að dæma um þá, en þetta hef ég ekki samvisku í að gera, og svo þegar ég verð fárveik eins og um daginn, þá finnst mér sem himinn og jörð séu að hrynja! Smá ýkjur kannski, :) en er semsagt veik heima og búin að vera síðan á sunnudaginn..... komin á sýklalyf reyndar, þannig að þetta ætti að fara að batna bráðum. :)
En svo er annað. Sumir eru mjög duglegir við að senda alls kyns krútttölvupóst á vini sína og vandamenn. Og allt gott og blessað með það. Málið er bara að stundum valda þessir póstar mér smá hugarangri.... margir af þessum póstum segja manni að senda skeytið til baka til þess sem það sendir. Og það gerir maður ásamt því að senda það öllum sem manni þykir vænt um. En, svo kemur það allt til baka, og hvað á ég þá að gera? Á ég að senda það aftur til baka, og á þá sá sem fær það til baka að senda það enn einu sinni til baka? Og ef engin hættir þessu að senda svona fram og til baka, er maður þá ekki standa í þessu fram á haustið 2009? ég bara spyr! Þessir póstar valda mér stundum smá hugarangri og ekki vil ég vera sú sem slítur keðjuna, eða láta bestu vini mína og ástvini halda að ég vilji ekki senda þeim póstinn til baka.....
Smá dilemma í gangi,
Eigið annars góðan dag og fariði varlega!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.9.2007 | 18:39
Hamingjusamur bókmenntafræðingur!!
Ég er mjög hamingjusamur bókmenntafræðingur í dag! Vitiði hvað ég heyrði í tíma í dag?
Það var málfræðingur sem sat í flugvél og byrjaði að tala við mann sem - takiði eftir - sat ekki við hliðina á honum heldur hinu megin við ganginn, um málfræðikenningar af alvarlegustu gerð. Þá erum við ekki að tala bara um sagnir og nafnorð, heldur eitthvað eins og aðblásturaðferðir í aukasetningum og aðalsetningum og hvernig það hefur áhrif á röddun og lokhljóð norður í Mývatnssveit....
Og viti menn, maðurinn sem fékk allar þessar upplýsingar dó stuttu seinna......
Ég er semsagt búin að komast að því að það getur beinlínis verið hættulegt að hafa of mikil samskipti við málfræðinga! (Nema að sjálfsögðu ef bókmenntafræðingurinn eigi keðjusög í þvottahúsinu.... )Eða þannig.... Best að halda áfram að læra
Hafið það gott!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.9.2007 | 12:28
Back to school
Jæja, þá er skólinn að byrja hjá mér í dag. Búin að kaupa mér strokleður og blýant ásamt fullt af stílabókum og bókum. Nú vantar mig bara Hello Kitty pennaveski og þá er þetta fullkomið! Eða þannig... Annars mun skólinn taka ógnartíma frá mér og þá verður kannski minna um bloggfærslur hjá mér, ekki nema maður stelist endalaust á meðan maður á að vera læra uppi í bókhlöðu....
Námið virkar mjög spennandi á mig allavega, en vinnan gerir það líka, en ég verð ansi mikið í vinnunni með skólanum, þannig að það verður nóg að gera hjá mér vægast sagt.
Ég endurskráði mig í Skrudduhópinn góða, en sé ekki fram á að hafa nokkuð um bókina að segja sem verið er að lesa, vegna þess að ég er ekki einu sinni búin að redda mér henni....
Jæja, hef svosem ekkert að segja, ætla að fara að læra....og drekka kaffi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.8.2007 | 16:42
Vinnan og innkaupin
Ég er ein af þeim heppnu sem finnst ótrúlega gaman að mæta í vinnuna á morgnanna og vil helst ekki fara heim á kvöldin. Það skemmtilega við mína vinnu, ásamt mörgu, er til dæmis það að ég veit aldrei hvernig dagurinn verður. Maður getur lent í hinum undarlegustu verkefnum og aðstæðum... :)
En, svona talandi um að fara seint heim úr vinnunni, þá hefur það einmitt verið að gerast undanfarnar vikur. Ég hef unnið langt fram eftir kvöldi til að klára ákveðin verkefni. EN, það verður til þess að ég hef ekki tíma til að sinna heimilisstörfunum sem skyldi, og þar á meðal að finna tíma (eða nennu) til að fara út í búð að versla í matinn.
Nú eru góð ráð dýr. Þar sem ég kem heim á kvöldin og ekkert til heima, nema ónýtt grænmeti og súrnuð mjólk.
Besta ráðið er þá náttúrulega að skreppa í heimsókn til Thelmu systur. Jú, og viti menn, ég gerði það einmitt um daginn. Og mikið rétt, það var megavika í Dominos og haldiði ekki að það hafi verið til pizza, kók og ís í eftirrétt. :)
Nú var ekkert annað hægt að gera í stöðunni en að pústa, andvarpa og dæsa og segja, æi, ég er svo voðalega þreytt og svöng.....úú, pítsa! Og Kók?! Mikið ertu voðalega góð systir mín kæra..... og áður en henni tókst að mótmæla þá var ég búin að hita mér þrjár sneiðar....Henni EKKI til skemmtunar. :)
Eins og það hafi ekki verið nógu mikil ókurteisi, heldur þurfti ég að sjálfsögðu líka að tjá mig um daginn sem var að líða undir lok. Og það gerði ég... bara ofan í kvikmyndina sem hún ætlaði sér að horfa á í rólegheitum.
Ég held að hún sé að íhuga að skipta um lás á íbúðinni og fá sér leyninúmer..og kannski svona dyrasíma með myndavél.... :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.8.2007 | 17:45
Líður undir lok...
Jæja, þá er sumarið að renna sitt skeið og haustið að taka við með öllum sínum sjarma. Mér hefur alltaf þótt haustið vera uppáhalds árstíðin mín. En ég verð nú samt að segja að sumarið sem er að líða undir lok hefur verið það allra besta sem ég man eftir. :)
Það er ekki bara góða veðrið sem hefur gert það svona gott, heldur allt hitt líka... :) Núliðið sumar er allavega mín uppáhalds árstíð hingað til...
Það er náttúrulega ekki hægt að blogga án þess að nefna menningarnótt sem var síðastliðin laugardag.
Hún var algjörlega frábær! ég fór með systur minni og vinkonu minni niður í bæ og þar eyddum við öllum eftirmiðdeginum og kvöldinu. Það var ótrúlega mikið að sjá og svo margar verslanir opnar. þetta kvöld fann ég líka verslanir sem ég hef aldrei vitað af áður. Ein indversk, rosa flott búð og önnur mexíkósk á tveimur hæðum ásamt fleirum.
Flugeldasýningin brást náttúrulega ekki og var rosalega falleg. Menningarnótt er alltaf bara frábær, það er ekki hægt að lýsa henni öðruvísi. Reyndar verð ég að segja að mig hefur aldrei langað til að staldra við eftir flugeldasýninguna. Ég hef alltaf flýtt mér út úr miðbænum þegar henni lýkur. Sumir kalla það ómenningu sem tekur þá við...en...no comments. :)
Hafið það gott þangað til næst!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.8.2007 | 12:30
Menningarnótt á næsta leyti
Ég held líka að haustið sé komið, en það er bara yndislegt, það er alltaf svo skemmtilegur árstími.
Njótið dagsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.8.2007 | 09:35
Aftur í vinnuna
Jæja, búin í sumarfríi og komin aftur í vinnuna. Það er mikið búið að ganga á þessa vikuna í vinnunni sem og annars staðar í mínu lífi og ég er ekki búin að sofa mikið alla vikuna. Nú koma kaffibollar, augndropar og súkkulaði sér að góðu gagni! :) Og að sjálfsögðu mikið vatn og gott matarræði..... :)
Hef svosem ekkert mikið að segja, er að fara á Gay Pride á eftir, í fyrsta sinn og hlakka mikið til að sjá gönguna.
Njótið helgarinnar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.8.2007 | 21:52
Frídagur verslunarmanna
Annars var gott að heyra að flest fór vel fram um helgina og vona að allir hafi komið heilir heim!
Ég er búin í sumarfríi og á morgun tekur við venjulegur vinnudagur. Það var gott að vera í sumarfríi, en það er líka gott að koma aftur í vinnuna og hitta alla... :)
Hafið það gott!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.8.2007 | 12:10
Tár
Ég hef oft velt því fyrir mér, kannski eins og við flest, hvaðan tárin koma. Ég er ekki mjög vel að mér í vísindum, en ég hef heyrt að vísindamenn, sem og aðrir menn hafa eiginlega enga nákvæma skýringu á þessu fyrirbrigði.
Ég (og ég tek það fram að það er bara ég) hef oft velt því fyrir mér af hverju tárin eru alveg hrein? Af hverju eru þau aldrei blönduð öðrum líkamsvessa? Hvernig verða þau svona hrein?
Kannski er það vegna þess að tilfinningin sem fær okkur til að gráta er hrein, heiðarleg og ekki lituð neinum öðrum fyrirfram mótuðum hugmyndum okkar. Kannski.
Eigið annars góða helgi öll sömul!! :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.8.2007 | 17:10
Meira um Hvalfjarðargöngin
Ein besta vinkona mín, algjörlega yndisleg manneskja og frábær í alla staði, lendir oft, af einhverjum ástæðum, í svolítið skringilegum aðstæðum. Og af einhverjum ástæðum gerist þetta oft þegar hún er í umferðinni.
Seinustu helgi lögðum við báðar land undir fót. Við vorum reyndar ekki að ferðast saman, heldur fór hún á Vestfirði en ég norður á ættarmót. En, eins og ég, þá þurfti hún að fara Hvalfjarðargöngin. Á leiðinni Vestur fer hún semsagt í göngin og upp hinu megin. Þegar upp er komið taka við tvær akreinar. Sú vinstri (ef ég man rétt) er fyrir þá sem borga sig í gegn, en akreinin hægra megin er fyrir áskrifendur.
Vinkona mín man ekki á þessu augnabliki hvoru megin hún á að fara, og þar sem ekki langur tími var til ákvörðunar, þá fer hún hægra megin, eða þar sem áskrifendur eiga að fara. Hún áttar sig fljótlega á mistökunum, stöðvar bílinn og hyggst bakka til baka í þeim tilgangi að koma sér á rétta akrein.
Það gengur ekki betur en svo að áður en henni tekst að færa bílinn, er komin tröllvaxinn jeppi aftan að henni og flautar gremjulega. Vinkonu minni bregður svo að hún keyrir af stað án þess að hugsa, og er þar með komin framhjá greiðsluskýlinu. Það eina sem hún getur gert í stöðunni er að fara hringtorgið og snúa við. Ekki vildi hún gerast sek um að ætla að svindla sér í gegnum göngin. :)
Þannig að hún snýr við og er þar með komin hinu megin við greiðsluskýlið. Maðurinn sem þar starfar gerir að sjálfsögðu ráð fyrir því að hún ætli sér niður í göngin og í suðurátt. En, nú tók nefnilega við miklar útskýringar á því af hverju hún var stödd þarna megin, en var í raunninn að fara í hina áttina!! Verst þótti henni að þurfa kannski að fara aftur niður í göngin, upp og svo niður aftur..... Maðurinn gat nú ekki annað en brosað þegar vinkona mín spurði hann í örvæntingu sinni hvort hún þyrfti virkilega að fara heilan hring í göngunum.... eins og henni er nú ekkert voðalega vel við þau. :)
Þeir sem þarna starfa hafa ábyggilega lent í ýmsu og vinkona mín þar með engin undartekning. En, ég ætla að reyna að muna núna að fara alltaf réttu megin þegar ég borga. :) Og nota bene, hún þurfti ekki að fara allan hringinn..... :=)
Þú ert best elsku vinkona! ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)