Nýja lúkkið!

Mér finnst svo ótrúleg orðin sem komin eru inn í íslenskuna, eins og þetta orð: lúkk.

Dæmi: Þetta lúkkar flott, eða hefurðu séð nýja lúkkið á þessari síðu?

Beygist þetta þá svona:

Hér er lúkk - um lúkk - frá lúkki - til lúkks! Grin

Ótrúlegt, síðan er náttúrulega alltaf jafn gaman að fylgjast með íslenskukunnáttu yngri kynslóðarinnar sem er að koma út á vinnumarkaðinn núna. þau horfa á mann með svona einlægum skilningsvana svip þegar maður biður til dæmis um frostpinna, jólaköku,eða jafnvel um venjulegan kaffi...svo ég tali nú ekki um gellur!! (fisktegund sem var algengur matur hér í den) Tounge

Sko, jólakakan og gellurnar eru nú kannski afsökuð þar sem ekki margir rembast lengur við að baka fyrir jólin í dag eða borða fisk yfirhöfuð, en frostpinni og kaffibolli...Grin 

Annars er þetta alltaf svo týpískt, maður andvarpar alltaf yfir yngri kynslóðinni þegar maður eldist. Svona er þetta bara Wink

Njótið annars dagsins! Hann lúkkar allavega vel hingað til!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég frétti nú um daginn að orðið gella (ekki jakk fiskióþverrrrrinn) væri frekar úrelt. Núna er það Skinka :) haha

Í guðana bænum, til að forðast vandræðileg heit, EKKI spyrja um skinkur í næstu bónusferð! og ef umræðan við bónusbarnið leiðist óvart út á þann hála ís, geturðu alltaf sagt: CTRL-Z :) og það mun skilja!!!

Hrefna (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 23:17

2 Smámynd: Gúnna

Hehe, var það með ráðnum hug - í tilefni umræðu - sem þú notar orðið týpískt - eða er þetta bara dæmigert fyrir íslensku nútímans?

Njóttu sumarsins kæra Ruth

Gúnna, 8.7.2008 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband