Laugardagur

Fór niður Laugarveginn með Hrefnu vinkonu í dag. það var dásamlegt að upplifa Laugarveginnn þegar allt er opið, ferðamennirnir allir á ferðinni og bara líf og fjör. 

Þó að ég búi á Skúlagötunni, sem er steinsnar frá Laugarveginu nota bene, þá fer ég mjög sjaldan þangað þegar allt er opið. Ég er náttúrulega að vinna á daginn og svo er maður bara alltaf busy við að fara eitthvað allt annað á laugardögum. En, ekki í dag. Við fundum frábæran fatamarkað og ég keypti mér sumarpeysu á 990 og Hrefna fann gallabuxur á 990. Ekki slæmt það Grin

Á laugarveginum finnur maður endalaust nýjar og spennandi búðir, faldar í kjöllurum, á efstu hæðum eða faldar bakvið hús. ég fann til dæmis æðislega sæta undirfataverslun sem ég hef ekki séð áður. Svolítið overpriced reyndar, en flott engu að síður. Við fundum líka skemmtilega búð með heimilisvörum og þar sá ég sófa sem er æðislega flottur, kemur að engu gagni þannig sé nema sem heimilisprýði, og hann kostaði ekki nema 73.000,- Wink 

Annars enduðum við niðri á Súfistanum en hann er nýbúinn að opna fyrir ofan Iðu bókabúðina í Lækjargötunni. Mjög flottur staður og algjörlega nauðsynlegt að fá sér stóran latte með mikilli froðu (þessi í súpuskálinni), svona eins og ég og Thelma drukkum alltaf hérna í den Heart

ég verð nú annars að ljúka þessari færslu með því að læða inn myndbandi sem var gert fyrir IKEA partíið í fyrra, en það er þegar við höldum upp á að nýr vörulisti er kominn út. Takið sérstaklega eftir manninum mínum í lokin. Ekkert smá flottur WinkHeart Plús að þetta er ótrúlega fyndið!! 

 

 

Góðar stundir!!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Þetta er frábært !! Árni er auðvitað langflottastur !! :-)

Íris Ásdísardóttir, 5.7.2008 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband