Tískublogg

Ég held að það sé komið úr tísku að blogga, allavega hjá mínum nánustu. Bloggheimur er ansi hljóður um þessar mundir og engin virðist hafa skoðun á einu né neinu Grin En, ástæðan er sú, held ég, að fólk er bara svo upptekið við annað.

Það er svo brjálað að gera í vinnunni hjá mér núna að það gefst lítill tími í nokkuð annað. Svo þarf maður náttúrulega að fara og njóta góða veðursins, halda upp á afmælið sitt o.fl. þegar maður fær loksins smá frí Smile

Annars vitum við Árni ekkert hvað við eigum að gera í sumarfríinu. Við skiptum um skoðun í hverri viku nánast, það er England, Skotland, Barcelona og núna það nýjasta er Montreal. Engin niðurstaða komin í málinu, en vonandi gerist það fljótt. Ætli við endum ekki bara annað hvort í tjaldi hérna á Íslandi eða bara í leti í bænum Tounge

Jæja, matartíminn búinn og best að halda áfram að vinna.

Góðar stundir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Áddni

Er ekki bara kreppa í blogginu líka ?

;)

Hlakka til að sjá þig ástin mín!

Áddni, 6.6.2008 kl. 16:46

2 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Mæli með ferð til Skotlands, það er land sem mig hefur lengi langað til að skreppa til.......nú eða bara í dekurfrí til Ítalíu eða Frakklands......

Íris Ásdísardóttir, 8.6.2008 kl. 21:05

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Mæli auðvitað með Montreal.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 8.6.2008 kl. 23:03

4 Smámynd: Húsmóðir

Svo má alltaf koma við í Grindavík líka  -

Hafðu það gott og njóttu sumarfrísins - sama hvert þú ferð.......

Húsmóðir, 10.6.2008 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband