Sund í Borganesi

í dag var æðislegt veður hreint út sagt. ég og Árni ætluðum að vera bara löt heima, en það var ekki sjéns í þessu veðri. Það var hreinlega ekki hægt.
Þannig að við pökkuðum sunddótinu okkar ofan í tösku og brunuðum til Borgarnes í blíðskaparveðri. Sundlaugin var opin og allar bensínstöðvar og kaffihús. Við röltum líka aðeins um þorpið og létum okkur dreyma um að eiga æðislegt sumarhús sem vísaði út á hafið og fjöllin.
Sundlaugin var æðisleg. Ég hef aldrei farið í sund í Borgarnesi og get hiklaust mælt með því. Enda, kannski ekki hægt annað en að elska lífið þegar maður syndir í tæru vatni með sólina í andlitinu og elskuna sína sér við hlið! hvað er betra? :)
Við fengum okkur síðan að borða áður en við keyrðum heim á leið. Við fórum Hvalfjörðinn og ég var minnt á hversu ótrúlega fallegur fjörðurinn er. Ekki er náttúrulega verra að keyra hann í sól og horfa á spegilsléttan hafflötinn.
Allavega, dagurinn var yndislegur hreint út sagt. Við Árni ætlum örugglega að gera meira af þessu í sumar. henda sunddótinu aftur í og bruna eitthvað út úr bænum og finna friðsæla og yndislega staði.
Gleðilega páska allir! :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Húsmóðir

Flott hjá ykkur, fór í sundlaugina í Borgarnesi í fyrsta skiptið í sumar og get samsinnt því að þetta er flott laug.

Ég get nú ekki lokkað þig til Grindavíkur með flottri sundlaug ( það er nefnilega ljótt að skrökva ) en hér er alltaf til kaffi ef þú skyldir aftur villast hér í bæ    Gleðilega páska. 

Húsmóðir, 21.3.2008 kl. 23:02

2 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Gleðilega páska Ruth mín :-) Ætla að fara í búðina á morgun og kaupa mér páskaegg........svona til að fá málshátt.....ehemmm...

Íris Ásdísardóttir, 21.3.2008 kl. 23:12

3 Smámynd: Dísa Dóra

Gleðilega páska

Dísa Dóra, 22.3.2008 kl. 16:18

4 identicon

Hljómar eins og æðislegur dagur!! Já ég hélt að allt yrðri lokað og læst á föstudaginn langa, en aldeilis ekki :) Gleðilega páska

Hrefna (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 16:33

5 identicon

Það eru rúmlega 150 sundlaugar á landinu, svo þið þurfið ekki að örvænta um að vera aðgerðarlaus næstu árin

Monopoly (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 12:32

6 Smámynd: Lena pena

Flott hjá ykkur og gleðilega páska

Lena pena, 23.3.2008 kl. 13:33

7 identicon

En sumarlegur pistill. Njóttu fleiri slíkra daga.

linda (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband