Holland og fleira

Sest loksins niður með tölvuna í fanginu heima í stofu og reyni að hripa einhverju niður á blað.

Það er ansi margt búið að gerast síðan nýtt ár gekk í garð, þó ekki einu sinni janúar sé liðinn.
Ég get þó sagt að í seinustu viku fór ég til Hollands á námskeið vegna vinnunnar og fór síðan til Amsterdam með Árna og þar eyddum við helginni saman.

Allavega, Amsterdam, Holland. Hmm, alveg ótrúlega undarleg borg í rauninni. Hún er sambland af krúttlegri menningararfleifð nýlenduveldis og vestrænni hningnun. Hún er sleazy. Þarna reykja allir enn inni á öllum kaffihúsum og veitingastöðum og þjónustustúlkan sest nánast við næsta borð og reykir og drekkur bjór eftir að hafa slengt diskunum kæruleysislega á borðið... Skondið, en samt líka hálf sorglegt.

Amsterdam mun hins vegar alltaf hafa mjög sérstakt gildi í huga mér. Sama hvernig borgin er, þá mun mér alltaf þykja ótrúlega vænt um hana, vegna þess að þar átti ég bestu stundir lífs míns.

í rétta félagskapnum eru allir staðir í heiminum fallegir! Og þar með er Amsterdam falleg og ljúf. Þó að borgin virðist ógnandi á stundum þá var aldrei neitt að óttast vegna þess að ég hélt í hendina á ratvísasta manni sem ég hef nokkurn tíma á ævi minni hitt.

Alltaf samt gott að koma heim til Íslands þó að veðurguðirnir séu nú ekki beint í góðu skapi þessa dagana. :)

Ég vona að þið hafið notið dagsins og séuð að njóta þess að kúra í skammdeginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú varst sem sagt í alvöru útlöndum,  í alvöru borg með rosa góðan ferðfélaga :) Velkomin heim aftur í snjóinn, kuldan og reyklausa loftið :)

linda (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 21:13

2 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Skemmtilegur pistill:-) Bara svolítið skondin setning þessi fyrsta: "Sest loksins niður með tölvuna í fanginu heima í stofu og reyni að hripa einhverju niður á blað." En svona er þetta nú orðið á tölvuöld. Það er alveg rétt hjá þér að það eru alls staðir fallegir ef maður er í rétta félagsskapnum.

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 29.1.2008 kl. 21:15

3 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Þetta var Grétar semsagt:-)

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 29.1.2008 kl. 21:16

4 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Velkomin heim elskurnar mínar, leitt að Íslandið bjóði ekki uppá betra veður handa ykkur. Nú fer ég að koma í fyrsta ráðskonufríið mitt á ævinni.......má ég kannski gista hjá ykkur ??? Sko....Linda systir er að reka mig í þetta frí....og sagði að hún ætlaði að passa Patrek Kára á meðan. :-)

Íris Ásdísardóttir, 29.1.2008 kl. 22:28

5 Smámynd: Ruth Ásdísardóttir

Sko, ég hugsaði ekki einu sinni út í að ég væri að skrifa á tölvu en ekki á blað.....:) Góður punktur! Ég skrifa allt og ég meina ALLT á tölvu orðið. :)

Ruth Ásdísardóttir, 30.1.2008 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband