Færsluflokkur: Bloggar
18.6.2007 | 16:37
Reykjanesviti
En, við fundum leiðina að lokum og fórum veg númer 425 í átt að Reykjanesvita. ég var varla búin að sleppa orðinu um hversu fínn vegurinn væri að það tók við ,,vegavinna" sem var náttúrulega ekkert nema bara þvottabretti eins og það gerist verst. Opelinn greyið hristist allur til og frá og á tímabili hélt ég að hurðin bílstjóra megin væri hreinlega að detta af. En, á leiðarenda komumst við (og bílstjórahurðin), semsagt upp að Reykjanesvita. Þetta var æðislegt hreint út sagt. Við löbbuðum upp að vitanum og síðan að klettinum sem er hinum megin við og vísar beint út á sjó. Þar skiptum við liði og Lolla fór niður í fjöru á meðan ég klifraði upp á klettinn og settist þar á brúnina til að horfa út á sjó. Þvílíkur friður og sæla. Veðrið var æðislegt og ég gat setið þarna dágóða stund, alein með sjálfri mér og horft á náttúrufegurðina. Við vorum nú ekki aleinar þó, heldur voru þarna nokkrir túristar og alls kyns fólk. Og svo var þarna einn minkur sem var ekkert að spá í fólkið í kringum sig heldur gekk bara sallarólegur sína leið framhjá okkur túristunum og niður í fjöru. Hann stoppaði meira að segja aðeins fyrir framan Lollu, svona til að gefa henni sjéns á að taka af honum góða mynd. Alveg frábært hreint út sagt og ég verð að viðurkenna að maður lendir nú ekki oft í svona löguðu hérna á landi. :)
Síðan á leiðinni heim stoppuðum við og skoðuðum brúnna sem skilur að Evrópu og Ameríku. Við skruppum semsagt til Ameríku og til baka í gær. Ekki slæmt það.. :)
Vona að þið eigið góða viku!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.6.2007 | 08:55
Sund í náttúrunni
í sundfötum innan undir fötin mín, með kaffi og með því í bílnum og handklæði.
Sundlaugin gamla er upphituð þannig að það var ekkert nema skella sér ofan í og horfa upp í himinn og upp í fjallshlíðarnar. Algjörlega yndislegt!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2007 | 12:46
Vorskipin koma
Mig langar endilega að segja frá skemmtilegri menningarhátíð sem verður núna um helgina á Stokkseyri og Eyrarbakka. Það verður mikið um að vera alla helgina, eins og upplestrar, bókamarkaður, jazztónleikar, flóamarkaður, ljómyndasýning og krambúð svo eitthvað sé nefnt.
Hann Friðrik Erlingsson hefur skipulagt þessa hátíð og mér finnst þetta frábært framtak! Ég ætla sjálf að vera að selja á flóamarkaðinum og drekka í mig menninguna! :)
Þetta er frábært tækifæri til að taka sér smá bíltúr útfyrir bæinn og kíkja aðeins á menninguna í sveitinni.
Látiði sjá ykkur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.4.2007 | 17:16
Opel Astra!
Ég keypti mér bíl í fyrra. Og eins og titillinn gefur til kynna, þá var bíllinn Opel Astra. Mér leist vel á gripinn þegar ég keypti hann. Aksturinn var mjúkur, hann var 2000 árgerð sem virtist ekki svo gamalt - en þá var ég með nissan mælikvarða í huga - og hann var líka á útsölu, þannig að ég skellti mér á hann. Var reyndar svoítið hissa að ekki skuli hafa veirð geislaspilari heldur kassettutæki í bílnum (hver notaði kassettutæki í bílnum sínum árið 2000??? :)) En allavega. Fljórlega fór nú gamanið að kárna, og það heldur betur. Ég held að ég hafi ekki ekið eins mikilli druslu síðan ég keypti mér Citroen AXL árið 1992 og sá bíll eyddi meiri olíu en bensíni....
Á þessu eina ári sem ég er búin að eiga þennan bíl, þá er ég búin að eyða einum fjórða af kaupverði hans í viðgerðarkostnað. Og enn er þetta ekki búið vegna þess að núna seinast í morgun byrjaði hann að láta öllum illum látum, ljósin að blikka í mælaborðinu og hann hristist allur til í örvæntingarfullri tilraun til að halda sér í gangi.
Eins og verðið á bílaverkstæðum eru uppsprengdtí dag, og fyrir manneskju eins og mig sem veit ekkert um bílaviðgerðir, þá rukka bifreiðaverkstæðin alltof mikið og ég sit uppi með himinháan reikning. Ekki gaman, og svo plús auðvitað allur tíminn sem fer í þetta stand.
Ég er nefnilega nissan kona og hef ótrúlega góða reynslu að því að aka nissanbíl. En ég hef greinilega gert þau stóru mistök að villast út af hinum gullna nissanvegi og villst inn á Opel Astra!
Ég segi bara varúð við þá sem eru í bílahugleiðingum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.4.2007 | 22:35
Sunnudagur
Í dag kom litli frændi minn í heimsókn til mín í Reykjavík, en hann býr sjálfur á Eyrarbakka með mömmu sinni og ömmu. Hann er tíu mánaða lítill snáði. Við löbbuðum saman niður í bæ (annað okkar í kerru reyndar) og Patrekur litli beið þolinmóður úti í vagni og horfði á alla bílana líða niður Bankastræti á meðan ég hljóp inn í Kaffitár og keypti mér cappuccino í götumáli. Þegar ég kom niður að tjörninni og ætlaði að sýna honum alla fuglana, sem reyndust vera mest megnis mávar, þá var litli anginn sofnaður. Hann náði þó að benda upp í loftið í svefni og segja Uhh þegar hann heyrði í fuglunum. Væntanlega kunnugur hljóðinu úr fjöruni á Eyrarbakka.
Annars var helgin góð í Reykjavík. Leigði mér mynd sem heitir Holiday á föstudagskvöldinu og hún var alveg yndisleg. Ekta amerísk að sjálfsögðu en verð að segja að Jude Law var mjög góður í henni.
Prófaði síðan að fara í badminton með vinkonu minni á laugardagsmorgninum og ég verð að viðurkenna að ég er með harðsperrur á undarlegustu stöðum í líkamanum! Ætla nú ekki að nefna neina sérstaka staði. En ég get alveg lofað að ég fer aftur. þetta var alveg jafn skemmtilegt og ég var búin að ímynda mér!
Ég vona að allir hafi átt yndislega helgi og ég óska öllum góðs mánudags!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.4.2007 | 08:18
Gleðilegt sumar
Ég vona svo sannarlega að sumarið verði gott og ég óska hér með öllum gleðilegs sumars!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.4.2007 | 17:00
Berum virðingu fyrir lífinu
Mikið skelfilega er sorglegt að heyra um atburðina í Virginíu fylki! Það er með ólíkindum hvernig svona nokkuð getur gerst. Ég fór að hugsa hvað maðurinn ber oft litla virðingu fyrir lífinu, sem er náttúrulega það dýrmætasta sem við eigum í þessu lífi!
Í morgun, eins og alltaf á þriðjudagsmorgnum, voru Gunnar í Krossinum og Birgir Baldursson frá Vantrú að rífast enn og aftur um trúmál í morgunþættinum Bítið. Þeir voru að tala um að bera virðingu fyrir lífinu og í kjölfarið lýsir Birgir því yfir að allir geti og eigi að fremja sjálfsmorð ef þeim hentar og langar til að gera það. Ég legg þessi orð ekki í munn hans, en ég túlkaði þau þannig. Að ef maður er einmanna og hefur misst marga eða alla ástvini sína, þá sé eiginlega allt í lagi að enda þetta allt saman. Rétt eins og maður geti einhvern veginn bara hlaðið lífið upp á nýtt og komið aftur ef manni hentar. Þetta hljómaði svolítið eins og game over í tölvuleik. Svona eins og ekkert mál.....
Mér brá mikið við að heyra mann sem kallar sig vitiborinn segja svona hluti. Auðvitað eigum við ekki að hætta að trúa á æðri mátt og við eigum ekki að hætta að trúa á lífið! Er ekki einmitt það sem gerðist í Virginíu?! Er þetta ekki afleiðing þess þegar manneskjan hættir að bera virðingu fyrir lífinu, sjalfum sér og öllu öðru?
Berum áfram virðingu fyrir lífinu okkar. það er það dýrmætasta sem við eigum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
16.4.2007 | 19:43
Perla Reykjavíkur
Mikið er nú miðbær Reykjavíkur yndislegur staður. Hér úir og grúir af allskyns menningu og alls konar fólki. Ég settist inn á kaffihúsið í Iðu eftir vinnu núna í kvöld og fékk mér sesambeyglu og kaffi. Mér finnst þessi staður frábær, bæði vegna staðsetningar hans og líka vegna þess að hann er aldrei overcrowded, tónlistin er fín, þjónustan yndisleg og svo er aldrei leiðinlegt að sitja og horfa á mannlífið líða hjá á Lækjargötu.
Ekki er svo verra auðvitað að hafa allar bækurnar og öll blöðin fyrir neðan, svo maður geti nú örugglega freistast eitthvað svona eftir matinn.
Ég sé líka að fyrsti vottur af ferðamannatímabilinu er að gera vart við sig í Reykjavík. Það sést í nokkra ferðamenn ganga um miðbæinn núna í heimskautaúlpunnum renndar alveg upp í háls, á meðan við á Íslandi rennum jökkunum niður eða sleppum úlpunni jafnvel alveg og förum bara út í peysunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.4.2007 | 08:13
Bloggleti
Ég hef þjáðst af undarlegri bloggleti og finnst eins og ég hafi ekkert að segja. En ég fékk áminningu um helgina, að ég ætti nú að fara að blogga, þó svo það væri ekki um neitt. En er nokkuð nokkurtíma um ekki neitt? Bara svona smá pæling á mánudagsmorgni. Vona að dagurinn verði öllum góður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.4.2007 | 11:23
Takk fyrir mig
Ég vil hins vegar líka þakka fyrir mig, vegna þess að maður á líka að segja frá ef vel tekst til. :)
Ég lét vita um óánægju mína í bankanum og við því var vel brugðist. Þjónustufulltrúinn sem tók á móti mér í Kringluútibúinu og heitir Kristjana hjálpaði mér að vinna úr mínum málum og saman fundum við lausn á öllu saman.
Ég ætla því að halda áfram að eiga viðskipti við kaupþing.
Takk fyrir mig! :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)