3.10.2008 | 15:31
10 góð ráð í kreppunni...
1. Fara í Bónus og kaupa fullt af mat sem endist mjöööög lengi
2. Fara út að borða í IKEA
3. Draga fram spilin gömlu góðu og endurvekja kvöldvökurnar
4. Fara á staði þar sem kaffi er ókeypis, til dæmis í bankana. Þeir eiga kannski enga peninga lengur, en þeir hljóta að eiga nóg af kaffi
5. Kaupa lager af bensíni
6. Fá sér bréfadúfur, þar sem símafyrirtækin hljóta líka að rúlla á hausinn.
7. Dunda sér við að semja skeyti, setja í flösku og henda í sjóinn
8. og talandi um flöskur, er ekki kominn tími til að selja tómu flöskurnar...það er nýbúið að hækka endursölugjaldið!
9. Hætta að keyra og taka strætó. Það er til dæmis hægt að nota bílinn sem auka geymslu... vantar manni ekki alltaf meira geymslupláss...
10. Fara út að labba og njóta þess að vera til
Njótið helgarinnar og gangi ykkur öllum vel!!
Athugasemdir
Sé að þú lumar á ýmsu sniðugu Að nota bílinn sem geymslupláss haha SNILLD !
Hrefna (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 18:36
Best að prenta þennan lista út og hengja hann á ísskápinn :-) Ég get að vísu ekki fengið mér bréfadúfu því hún Budda kisufrenja myndi borða hana upp til agna !!!
Íris Ásdísardóttir, 3.10.2008 kl. 19:40
Góð hehe
Eyrún Gísladóttir, 4.10.2008 kl. 07:53
Svo má lakka neglurnar, fara í fótabað í gömlu vaskafati, fara á bókasafnið, lesa gömlu ástarbréf sem nú safna ryki, skoða gamlar myndir og hlæja sig máttlausan og ....
Drífa Sig (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 20:17
Já einmitt það er hægt að gera grilljón hluti sem ekki kosta pening og hver veit nema ég grennist í kreppunni, hætti að kaupa súkkulaði, hætti að drekka bjór á föstudagskvöldum, labba í staðinn fyrir a keyra ... og svo má lengi telja. :)
linda (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 22:39
Heyrðu já - Landsbankinn átti líka assgoti gott kakó - í Grafarholtinu - ég skammaðist mín hálfpartinn í haust þegar ég mætti þangað með mín 4 börn - og þau voru eins og hrægammar yfir kakóvélinni ! ...og brjóstsykursskálinni
Eru ekki einnig alltaf vörukynningar í verslunum á föstudögum eða laugardögum - mæta með liðið - láta þau smakka sem mest - þannig að þau hafi minna pláss fyrir kvöldmat........
Annars er hægt að gera svo marga hluti sem kosta lítið sem ekkert. Hljómskálagarðurinn er t.d. með prýðisgóð tré - sem börnum finnst afar gaman að príla í - Öskjuhlíðin getur einnig verið nokkuð spennandi staður fyrir krakka að þvælast um. Gamli kirkjugarðurinn - draga þau í gegnum hann og segja draugasögur - ekki þó gott fyrir yngstu börnin.
Lauja, 9.10.2008 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.