13.9.2008 | 11:51
Ljósmæður...
Sinna einu af mikilvægasta hlutverkinu í samfélaginu. Án þeirra kæmust ekki svona mörg börn í heiminn, án þeirra væri ekki svona mörgum krílum bjargað sem eru í hættu.
Ég veit lausnina á þessu. Af hverju tekur landsliðið í handbolta sig ekki til og gefur þessar 50 milljónir sem skyndilega duttu úr vasa ríkistjórnarinnar til ljósmæðra?
Ekki að ég sé eitthvað að setja út á handboltann né móttöku þeirra þegar þeir komu til landsins. Alls ekki! Mér finnst bara að ef ríkistjórnin getur hrist þessa peninga úr hendi sér fyrir handboltann, þá held ég að þeir geti líka samið við eina af mikilvægustu starfsmönnum samfélagsins.
Njótið helgarinar!!
Athugasemdir
Svo sammála þér!!... skil heldur ekki af hverju (jú reyndar... kallastétt vs kvennastétt) það sé hægt að semja strax við flugumferðarstjóra en ekki ljósmæður...
ljósmæður hafa 6ára háskólamenntun að baki en geta fengið betri kjör með því að vinna sem hjúkrunarfræðingar og af hverju ættu þær þá að bæta við sig þessum tveim árum eftir hjúkrunarnámið... fyrir utan áhugann á ljósmæðrastarfinu. Starf þeirra kemur okkur öllum við og hvað græðir þjóðfélagið á fækkun starfandi ljósmæðra??
Það sem pirrar mig samt mest, er að ef þetta væri ekki svona mikil kvennastétt þá einfaldlega væri þetta ekki svona !!!! ... en best að róa sig aðeins niður...
hrefna (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 13:47
Alveg sammála. Það er ríkjandi mjög undarleg forgangsröðun hér á landi, það er púkkað upp á einhver flottheit án umhugsunar ( eins og handboltinn ) en svo mega jafn nauðsynlegar stéttir eins ljósmæður bara missa sig.....því þær eru ekki að vekja athygli erlendis og teljast því líklegast ekkert merkilegar.
Íris Ásdísardóttir, 13.9.2008 kl. 21:12
jú og er ég sammála eða hvað!!!!
kk vs kvk stétt? helv. ráðherrakedlingin er auðvitað handboltakristjánsfrú og sáum við ekki hvar áhugi hennar liggur? ekki hampaði hún hetjum í frjálsíþróttum með 5 millj ferð með þeim því þau eru fötluð! kv d
doddý, 15.9.2008 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.