11.9.2008 | 19:28
Uppþvottavélar
Ég þarf að viðurkenna eitt fyrir ykkur.
Í vinnunni er lítill eldhúskrókur með kaffivél, örbylgjuofn og svo uppþvottavél. Við á skrifstofunni skiptumst á að sjá um aðstöðuna og tekur hver og einn tvo daga í senn. Maður á að setja bollana upp í skáp, þurrka af eldhúsbekknum og svo setja í uppþvottavélina...
Sko, ég kann ekkert á uppþvottavélar!! Ég var alin upp við það að leirtauið var þvegið samviskusamlega í rauðum bala fullum af vatni og grænsápu, síðan var leirtauið sett snyrtilega á græna uppþvottagrind þar sem einhver tók við og þurrkaði og setti upp í skáp. Svona var uppþvotturinn í æsku minni, og svona er hann heima hjá mér í dag (rauði balinn og grænsápan eru reyndar ekki lengur til staðar).
Og ekki nóg með það mér finnst uppþvottavélar scary!! Þær fyllast alltaf af sápu þar sem ég kann ekkert að mæla uppþvottaefnið í hana og set þar með alltaf alltof mikið. Froðan æðir á móti manni þegar maður opnar vélina og framkvæmir scary fizzzzz hljóð. Svo veit maður heldur aldrei hvað má setja í þessar vélar og hvað ekki. Má ég setja þessa stálskál í vélina? En þennan fallega mynstraða bolla?? en þennan erfðargrip frá ömmu? Og svona mætti lengi telja.
Ég veit alveg að þeir sem eru aldnir upp með uppþvottavélum fussa örugglega og sveija yfir þessum vitleysisgangi í mér. En svona er þetta bara Megi vandamál mín aldrei verða stærri en þetta
Þetta er nú meiri vitleysan!
Athugasemdir
Aldrei má vanmeta hættuna við að nota Uppþvottavélar :)
Stórhættuleg tæki!
Áddni, 11.9.2008 kl. 19:38
Ég var í búðinni áðan og varð þá litið á dollu með brúnni kristalsápu í. Það fyrsta sem kom upp í hugan varst þú Ruth mín þegar þú varst lítil og rakst nefið ofan í dollu með afskaplega fallegu djelli ofan í, þar glitraði á það og ef maður bankaði á dolluna kom skrýtið bergmál. Þú helst að þetta væri sýróp og fékkst þér vænan slurk.......og aumingja Ruth mín var eins og sítróna í framan það sem eftir var dags.
Íris Ásdísardóttir, 11.9.2008 kl. 19:49
haha Snilld!! hjá mér eiga samt gulir uppþvottahanskar vinninginn í að framkalla scary hroll í eldhúsinu
hrefna (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 20:35
hæ ruth - ég kann trix með sápuna, ég sleppi henni alveg þá er ég seif og fiskarnir í sjónum líka . kv d
doddý, 12.9.2008 kl. 17:36
Ég skil þig fullkomlega. og til hamingju með leikhússtólanna... nema það er bannað að lesa Rauðu ástarsögurnar eða Morgan Kane í þessum stólum :)
linda (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 22:29
Ég skal kenna þér á Uppþvottavélina Ógurlegu.
Drífa Sig (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 16:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.