7.9.2008 | 17:36
Leikhúsið heim í stofu!
Ég bara verð að segja ykkur frá kjarakaupum sem við Árni gerðum um helgina. Þjóðleikhúsið opnaði dyr sínar í gær og kynnti til dæmis vetrardagskránna og bauð upp á pylsur og með því. Ásamt þessu voru líka gamlir leikhússtólar til sölu. Og þá meina ég alvöru gamlir leikhússtólar sem búið er að skipta út fyrir nýja
Árni kom snemma niður eftir og náði tveimur í mjög góðu ástandi. Og núna standa þeir semsagt í stofunni okkar og við gætum ekki verið ánægðari með gripina. Þeir eiga svo sannarlega eftir að fylgja okkur sem eftir er. Þarna ætlum við svo að sitja á góðum dögum, drekka eðal kaffi og lesa Glæpur og refsing eftir Fjodor Dostojevskí (sem við eigum reyndar að lesa fyrir Skrudduklúbbinn sem við erum í). Getur maður orðið eitthvað menningarlegri en þetta?!
Annars vona ég að helgin hafi verið frábær hjá ykkur öllum!Njótið vikunnar sem framundan er!
Athugasemdir
Frábært! Þeir eru hreint út sagt ÆÐISLEGIR !! :D Nú á leshraðinn eftir að fara fram úr öllu valdi ;) Hlakka til að sjá þig :)
Hrefna (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 19:28
Æðislegir !! Það er rétt að þetta verða stólar sem eiga eftir að verða merkilegir erfðagripir. Til hamingju. :-)
Íris Ásdísardóttir, 7.9.2008 kl. 21:57
hæ og gleðilegt haust, nú koma fram dýrðar litirnir og lyktin - og svo áttu stóla í stíl. hvernig var í kanada? kv d
doddý, 8.9.2008 kl. 15:53
Vá æðislegt :-)
Kristján Kristjánsson, 8.9.2008 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.