23.8.2008 | 15:47
komin úr sumarfríi
Hef svosem ekkert að segja. Er komin úr sumarfríi og það meira að segja fyrir nokkrum vikum (tveimur til að vera nákvæm).
Nenni ekki út í rigninguna og rokið til að taka þátt í menningarnótt en hlakka til að sjá hvor vinnur gullið á morgun,
Íslendingar eða Frakkar. Annars get ég yfirleitt aldrei horft á svona leiki, ég fer alltaf á taugum! Held einhvern veginn að ef ég horfi á leikinn, þá hljóti Ísland að tapa og ef ég horfi ekki á hann, þá hljóti þeir að vinna! Ég veit, þvílík vitleysa! En kannski er hægt að segja að þetta sé einhvers konar hjátrú eða forlagatrú. :D
Njótið annars dagsins og menningarinnar í Reykjavík og áfram Ísland!! :D
Athugasemdir
hæ og velkomin úr fríi - hvernig var í útlöndum? kv d
doddý, 25.8.2008 kl. 01:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.