Komin í sumarfrí

Það eru flestir mínir nánustu bloggvinir hættir að blogga. Ég veit ekki hvað veldur þessari útbreiddu bloggleti, en kannski hefur það eitthvað með sumarið og gott veður að gera... Grin

Annars er ég nú ekki búin að fá gott veður í sumarfríinu mínu (byrjaði núna á mánudaginn), en það er eiginlega allt í lagi. Ég skemmti mér konunglega þrátt fyrir það. Er búin að gera fullt af því sem mig hefur lengi langað til að gera.

Ég er að fara til Kanada á morgun og hlakka bara mikið til. Ég hef aldrei komið þangað áður og ekki Árni heldur þannig að við erum bæði mjög forvitin að vita hvernig landið/borgin er. Ég hef líka lengi langað að koma til Kanada, þannig að þetta verður áhugavert. 

Góðar stundir

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Áddni

Og ég hlakka svo til mín heittelskaða :) Get ekki beðið eftir að sjá þig !

Áddni, 24.7.2008 kl. 14:19

2 Smámynd: Dísa Dóra

Góða ferð skötuhjú

Dísa Dóra, 24.7.2008 kl. 15:28

3 Smámynd: doddý

kæra ruth, bestu óskir um góða ferð og betri heimkomu. segðu mér svo allt um kanada - kv d

doddý, 24.7.2008 kl. 23:51

4 Smámynd: Lena pena

Þessi bloggleti er tengd sumrinu held ég en góða ferð út

Lena pena, 25.7.2008 kl. 10:15

5 Smámynd: Húsmóðir

Góða ferð og góða skemmtun - njóttu þess fram í fingurgóma

Húsmóðir, 25.7.2008 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband