Í mat

Hef svosem ekkert að segja sérstakt, nema ég er ótrúlega ánægð með að sumarið sé komið. sumarið á Íslandi er yndislegt. Ekki of kalt og alls ekki of heitt. Maður getur allavega verið viss um það. LoL

Það var svo flott veður í gær að við Árni drifum okkur í sund eftir vinnu og nutum veðurblíðunnar. Fórum síðan niður á Laugaveg og fengum okkur kvöldmat á Pizza Company sem er frábær staður.

 Ég verð að viðurkenna að ég fyllist angurværð þegar ég geng niður Laugarveginn núna og horfi á allar fallegu gömlu byggingarnar með hlera fyrir gluggum og málaða glugga. Svona rétt eins og þessar menningagersemar bíði aftöku sinnar. Hvernig verður Laugarvegurinn orðinn eftir tíu ár með þessu framhaldi? Sorgleg þróun, svo ekki meira sé sagt!

Ég vona annars að þið njótið dagsins!! Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: doddý

juminn ruth

við hefðum getað hist - ég var í höfuðstaðnum í gær þann 15. (fer ekki nema nauðbeygð) ég var í fylgd birnu þórðar og vinnufélögum. henni var tíðrætt um þessi hús, þau eru skelfilega mörg - og ljót. takk fyrir sömuleiðis að gerast bloggvinur minn. bið að heilsa írisi, hún virðist lítið blogga um þessar mundir. kv dóra 

doddý, 16.5.2008 kl. 22:17

2 Smámynd: Grumpa

hvað meinarðu með að sumarið á Íslandi sé ekki of kalt? OK, kanski ekki miðað við Svalbarða eða Baffinsland

Grumpa, 19.5.2008 kl. 20:20

3 identicon

Já borgin er með ljótuna enda er hún bara fyrir túrista að nóttu til og svo fara þeir á Gullfoss og Geysir í dagsbirtu. Borgarbúar þurfa ekki að hafa hreint og fínt í kringum sig enda Íslendingar frægir fyrir að henda drasli á götuna.

linda (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband