9.5.2008 | 21:17
Þakklæti
Oft í gegnum árin hefur mér einhvern veginn tekist að finna eitthvað til að pirra mig á. Skattinum, nágrannanum, íslandi, rokinu, háu verðlagi og svona má lengi telja. En, í þetta sinn langar mig að minnast aðeins á það sem ég er þakklát fyrir. það er nefnilega ótrúlega margt sem ég er ósegjanlega þakklát fyrir.
Ég er þakklát fyrir:
manninn minn hann Árna
að búa í landi þar sem ekkert stríð er
að vera við góða heilsu
að eiga góða að
að þykja gaman í vinnunni
að ég sé frjáls til þess að kjósa
líf mitt eins og það er í dag
Ég get lengi haldið áfram en ég læt þetta duga í bili. Mig langar í staðin að klukka fimm bloggvini mína og biðja þá að skrifa niður 7 atriðið sem hann/hún er þakklát fyrir. ég klukka ykkur í commenti og þið klukkið svo fimm o.s.frv.
Eigið góðar stundir
Athugasemdir
hæ ruth
flott síða hjá þér. hvað er í shape magazine? vonanadi ekki um útlitsdýrkun. ég ætla ekki að telja upp titlana sem eru á mínu náttborði því það er ekkert lesið úr þeim bókum, þær eru einungis til að ekki safnist ryk á borðið.
gaman að "tengjast" bæ dóra
doddý, 11.5.2008 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.