16.3.2008 | 09:33
Hitt og þetta
Jæja, margt um að vera núna og nánast enginn tími til að blogga. :) Mikið að gera í vinnunni og í einkalífinu, sem er náttúrulega bara frábært!
Annars mætti ég loks á Skruddufund um daginn og þótti algjörlega frábært. ég hef nefnilega þjáðst af bókmenntaleiða af háu stigi undanfarna mánuði og hef viljandi ekki sökkt mér ofan í neinar kenningar, ekki fylgst með skrifum prófessoranna eða bara fylgst með yfirhöfuð. Það er svosem gott og blessað að hvíla hugann aðeins og leyfa sér að njóta annarra atriða í lífinu... :)
Annars vorum við að lesa bók sem heitir Hegravarpið eftir Lisa Trembley. Þetta er ábyggilega merkileg bók og ég hlakka til að lesa hana, en eins og fyrrnefnd lesleti mín bendir til, þá var ég ekki búin að lesa hana áður en klúbburinn hittist. Annars voru mjög skiptar skoðanir um bókina og gaman að fylgjast með umræðunum. Næst ætlum við að lesa Mæling heimsins eftir Daniel Kehlman. Hlakka til að lesa hana og koma mér aðeins í gírinn aftur. :)
Annars er ég að fá fullt að skemmtilegum konum heim í dag, og saman ætlum við að baka, spjalla og bara njóta þess að vera saman. Ég hlakka mikið til að sjá allar konurnar og þetta verður ábyggilega frábær dagur!
Ég vona að allir njóti dagsins!!
Athugasemdir
Greinilega yndislegur dagur framundan hjá þér
Farðu vel með þig skvís
Dísa Dóra, 16.3.2008 kl. 09:40
Skemmtið ykkur vel í vöfflu og múffubakstri. Ég bið að heilsa öllum kellunum :)
Thelma Ásdísardóttir, 16.3.2008 kl. 15:34
Þetta var æðislegt!! Múffurnar og vöfflurnar voru svo góðar að þetta var varla fyrr komið á borðin þá var þetta búið... :-) Takk fyrir mig Ruth mín, þú ert hér með kosin múffudrottning og færð sko að baka svona gotterí fyrir afmælið hans Patreks.
Íris Ásdísardóttir, 17.3.2008 kl. 22:33
Gaman að sjá ykkur á Skruddufundinum Það hefur greinilega verið mikið stuð hjá kellunum
Kristján Kristjánsson, 17.3.2008 kl. 23:41
Ruth mín.....á maður að geta hver er á myndinni eða ??? :-)
Íris Ásdísardóttir, 18.3.2008 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.