Bloggleti og flensan

Góðan daginn.
Sko bloggleti minni eru engin takmörk sett þessa dagana, plús að mér tókst að detta ofan í hinu undarlegustu flensu. Ég er ekki búin að vera kvefuð eða með í maganum,, þessar týpísku flensur semsagt. Heldur er ég gjörsamlega búin að vera eins og undin tuska alla vikuna. Bara gjörsamlega að farast úr slappleika og heiladauða...

Þetta er hin undarlegasta flensa verð ég að segja, en ef einhver hefur verið að þjást af þessu sama, látið mig endilega vita.. :)
Annars er bara ekkert að frétta, ég er voðalega ánægð með að sólin sé farin að koma upp á morgnanna og birtan verður alltaf meiri og meiri með hverjum deginum.

Hlakka til sumarsisn, verð að segja!
Vona annars að allir séu að eiga góða helgi! :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Það virðiast alls konar flensur vera að ganga og það virðast allir vera með einhverja þeirra. Vonandi næeðu þér sem fyrst kella. Sjáumst á sunnudag í bókmenntaumræðunum.

Thelma Ásdísardóttir, 8.3.2008 kl. 11:52

2 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Ps. Þú átt einhvern póst heima :)

Thelma Ásdísardóttir, 8.3.2008 kl. 11:55

3 identicon

Ég hef fengið svona veiki, ég þjáðist að þessu í 9 mánuði

Monopoly (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 15:51

4 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Eitt gott ráð er að leggjast undir sæng og neita að gera nokkurn skapaðan hlut og láta spúsann gera allt fyrir þig. Ef hann fer að gera eitthvað annað þá biðurðu hann bara um að setjast aðeins því þú þurfir að tala....hann mun pottþétt halda áfram að hella uppá kaffið og elda matinn, hann mun jafnvel bjóða þér tánudd og hausaklór. :-)

Íris Ásdísardóttir, 8.3.2008 kl. 21:26

5 Smámynd: Ruth Ásdísardóttir

Úú, hausklór og tánudd!! Af hverju hefur mér ekki dottið það í hug fyrr!! :P

Ruth Ásdísardóttir, 8.3.2008 kl. 23:07

6 Smámynd: Dísa Dóra

segi eins og monopoly - hef verið með svona flensu og hún entist í 9 mánuði .  Eftir það sá reyndar afraksturinn fyrir því að mamman er oft þreytt og orkulaus

Dísa Dóra, 9.3.2008 kl. 08:24

7 Smámynd: Lena pena

Já ég var svona í tvær vikur

Lena pena, 9.3.2008 kl. 11:03

8 identicon

Hlakka til að sjá þig á morgun

Hrefna (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 12:59

9 Smámynd: Grumpa

það er deginum ljósara að þú borðar ekki nóg súkkulaði, ég þekki einkennin

Grumpa, 10.3.2008 kl. 21:47

10 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Jæja, ertu búin að prófa trikkið ??

Íris Ásdísardóttir, 13.3.2008 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband