21.2.2008 | 19:19
Apple og PC
Þau sem eru á svipuðum aldri og ég muna eflaust eftir merkilegu menningarfyrirbrigði sem til varð um miðjan níunda áratuginn, en það var DURAN DURAN VS. WHAM. Mikið var rifist og þrefað og óskapast yfir þessum tveimur popp sveitum og þetta var orðið svo alvarlegt að varla leið sá dagur að ekki voru bréf í lesandadálkum DV og Morgunblaðinu (man reyndar ekki í hvoru blaðinu) þar sem slegist var með orðum um hver hljómsveitin væri flottari og hver væri nú sætastur og s.frv. Merkilegt fyrirbrigði verð ég að segja.
En, mér finnst eiginlega annað slíkt menningarfyrirbrigði vera í þróun, en það er rígurinn ógurlegi á milli Apple og PC. ég veit ekki hversu oft maður hefur hreinlega lent í rökræðum um hvort tækið er betra, hvort fyrirtækið er betra, hver gerir betri auglýsingar og hvor tölvan er sætari, ipod eða Mp3, Dell eða Macbook og svona má lengi telja.
Ég er reyndar orðin svolítið hlutlaus í þessu öllu saman þar sem ég vinn bæði við Apple og PC. Ég styð á nokkra takka á lyklaborðinu og skipti á milli tölva þannig.
Og ég get sagt ykkur, ef Apple tölvan virkar vel, þá er PC með stæla, og ef PC virkar vel þá byrjar Apple með stæla. Ég held í alvörunni að þeim líki ekki við hvora aðra. Þær eru örugglega að taka mestan þátt í þessu skemmtilega menningarfyrirbæri!
Vona að allir hafi það gott! :)
Athugasemdir
Allt svona þavrg um hvort sé betra, þetta eða hitt, gerir lífið skemmtilegra. Ég hef t.d. oft bara valið eitthvað út í bláinn til að standa með, bara til að geta tekið þátt í rökræðum... nema hvað!? Ekki má maður vera utanveltu þegar kemur að argaþrasi og blaðurmasi.
linda (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 21:04
Nei heyrðu mig nú, það þarf ekkert að vera þrasa neitt um þetta. Apple tekur PC draslið í nefið. Þetta er eins og að ætla að fara líkja gömlum Skoda við splunkunýja Hondu. Svo skil ég vel að Apple vélinni í vinnunni þinni finnist sér misboðið að þurfa vinna með PC. APPLE RÚLAR!!!! :)
Thelma Ásdísardóttir, 22.2.2008 kl. 00:47
það þarf nú ekki að ræða þetta, til hvers að nota PC þegar þú getur notað Mac? Til hvers að borða brokkólí þegar þú getur borðað súkkulaði? Til hvers að hlusta á Justin Timberlake þegar þú getur hlustað á AC/DC? Til hvers að horfa á viðtal við Gunnar Birgisson þegar þú getur horft á bíómynd með Johnny Depp? Til hvers að eiga leiðinlegan kall þegar þú getur átt hund, kött, páfagauk og naggrís? ....
Grumpa, 22.2.2008 kl. 00:54
fagurleiki lyklaborðsins er það sem skiptir máli ( humm... og hver er nú með fallegasta lyklaborðið í ikea...)
Hrefna (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 18:41
Þessi deila milli Makkamanna og pésaliðsins hefur staðið í mörg ár, líklega áratugi núna. Og öfugt við Duran Duran - Wham deiluna (þar sem ég gat aldrei tekið almennilega afstöðu, fannst báðar hljómsveitir svo flottar) þá er ekki spurning hér hvor er betri. Það kemur fram hér í kommentum. Og ef spurning er um virknina þá má líta á útlitið... er til nokkuð eins fagurt og makkatölva?
Kristín M. Jóhannsdóttir, 22.2.2008 kl. 19:02
Valdi Macbook og valdi vel :-) Duran Duran voru betri en Wham.....þó Goggi krumpufés sé reyndar í dag einn af þeim sem ég kaupi á cd í dag. Simon Le Bon er samt flottur enn, fór á tónleikana 2005 og hann var svo flottur að mig langaði nú bara að hlaupa upp á svið og reyna að kyssa hann eða eitthvað !!! Wid boooooooooooyyyyyyyyyssssss.....
Íris Ásdísardóttir, 22.2.2008 kl. 22:08
Áfram Duran Duran og PC
Lena pena, 24.2.2008 kl. 16:14
Deila um PC og Mac? Það þarf ekki að deila um það.Makkinn tekur PC í nefið :-)
Kristján Kristjánsson, 24.2.2008 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.