9.2.2008 | 11:14
Löt á laugardagsmorgni
Það góða við þetta veður er að maður getur hangið inni og gert allt það sem maður ætlaði að gera innandyra svo lengi. Vaknaði í morgun eitthvað voðalega afslöppuð og með notalega tilfinningu.
Hellti upp á kaffi með mínum heittelskaða og er svo núna búin að sitja og skoða blogg hjá bloggvinum mínum í nokkra stund núna.
Ein bloggvinkona mín var nefnilega að benda á að maður kíkir ekki nógu oft á bloggvini sína og sér hvað þau eru að gera og upplifa. Það var fín ábending og ótrúlega gaman að gefa sér smá tíma til að heimsækja vini sína í tölvuheimi.
Annars ætla ég ekki að gera mikið um helgina, versla, taka til, baka ostaköku, elda góðan mat og hitta vonandi eitthvað af vinkonum og mínu nánustu.
ég vona svo sannarlega að þið njótið helgarinnar og njótið þess að slaka á í ófærðinni! :)
Athugasemdir
Ég gerði það sama. Vaknaði, hellti upp á kaffi og skoðaði blogg. Hef samt ekkert vont veður til að afsaka inniveruna með...
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 11:49
Ég ætla að fara á eftir út í sjoppu og kaupa tertu á kökubasarnum sem byrjar kl. 13.00, og fara svo með Patrek Kára litla og tertuna til Lindu systur í kaffi. Búin að setja í vél og langar eins og á öllum Laugardögum að gera eitthvað flott fyrir heimilið......en ætli það verði nokkuð flóknara en bara að fara yfir gólfin....
Íris Ásdísardóttir, 9.2.2008 kl. 12:19
Ég fer "út á land". Til keflavíkur í afmæli. Er búinn að pakka tösku setja tölvu, bækur, blöð, i-pod, sund dót fyrir þessa rosa ferð Gisti svo á hóteli í nótt og kem aftur í bæjinn á morgun eftir þessa langferð
Kristján Kristjánsson, 9.2.2008 kl. 12:59
hvernig væri svo að fara að heimsækja nágrannana???
Grumpa, 9.2.2008 kl. 19:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.