7.2.2008 | 19:49
Veðrið
Það er stundum erfitt að vera til í svona veðri. Ég elska Ísland, en í svona veðri hugsar maður hlýtt til Suðurlanda, hlýjunnar og sólarinnar.
Hélt ég yrði úti í morgun á leiðinni í vinnuna! En var annars hissa á því hversu vel Ópelinn gamli góði stóð sig vel í snjónum......Á annars ekki að segja þetta, þá festi ég mig ábyggilega á morgun! :)
Vona annars að þið séuð ekki þarna úti að festa ykkur eða renna í hringi einhverstaðar.
Ætla að fara upp í sófa og horfa á góða mynd.
Athugasemdir
ég er búin að komast að því hvað það er hrikalega hressandi að vera úti í skítaveðri. Er farin að fara úr Strætó á Lækjartorgi bara til að geta labbað upp á Hlemm. Manni líður bara svo vel á eftir. Prófiði þetta bara
Grumpa, 7.2.2008 kl. 21:25
Vont veður þjappar saman þjóðinni og allir hafa svaðilsögur að segja í vinnunni.
linda (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 23:00
Ég elska þetta veður reyndar...en ekki í kvöld þar sem ég ætlaði í afmæli en er ekki viss um að fara vegna veðurs.
Lena pena, 8.2.2008 kl. 20:00
Það er vitlaust veður hérna hjá mér. Er búin að sjá fullt af eldingum úr öllum áttum, verst að þrumurnar heyrast ekki mikið fyrir rokinu......fyrstu eldinguna sá ég út um eldhúsgluggan og furðaði mig á því hver væri eiginlega að taka mynd útí hávaðaroki að kvöldi til þarna hinum megin við túnin......svona erum við íslendingar óvanir eldingum :-)
Íris Ásdísardóttir, 8.2.2008 kl. 22:09
Hvað segirðu! Þrumur og eldingar! Það hlýtur nú að hafa verið svolítið magnað að sjá! Oft verður þrumuveður hérna á Íslandi svo ofsaleg og þá sérstaklega á veturna.
En, ég fór allavega út að borða og í leikhús í gær og var sem betur fer með góða hettu á kápunni sem ég var í, annars hefði ég verið eins og gilitrutt! :) Njótið annars dagsins Öll!! :)
Ruth Ásdísardóttir, 9.2.2008 kl. 10:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.