GSM, SMS, Email etc...

Ég, íris, Patrekur litli og mamma vorum í Kringlunni ekki alls fyrir löngu að versla og skoða.
Íris var að fara með Patrek til Hómópata annars staðar í bænum, en við mamma ætluðum að vera áfram í Kringlunni. Og eins og venjulega ætlaði Íris að koma aftur í Kringluna og hafa samband þegar hún væri komin. Semsagt með SMS eða með því að hringja....

En viti menn, GSM síminn minn var batteríslaus..... ég var semsagt sambandslaus! Og nú voru góð ráð dýr! ÁN GRÍNS
Við íris störðum bara á hvora aðra og spurðum báðar: „Bíddu, hvað gerir maður þá!“ íris vissi nefnilega ekki hvenær hún yrði búin hjá hómópatanum.

Nú var bara að nota gamla early nineties trikkið. Við hittumst við Kaffitár milli 4 og 5. Kíkjum við og við og sjáum hvort við erum komnar og vonumst til að hittast. Þetta var nú óneitalega svolítið spennandi, ég verð að segja það. Svolítið eins og í spennusögu.... :)

Maður fattar ekki hversu háður maður er símanum, emaili, sms og öllum þessum tækjum sem halda manni í sambandi allan daginn, allan sólahringinn, allan ársins hring. Ég er svo vön því að ná í alla, alltaf, hvenær sem er og hvar sem er... og ég er alltaf í sambandi. Það er skrítið hvernig maður getur orðið gjörsamlega háður einhverju sem maður vissi ekki einu sinni að maður þyrfti fyrir 15 árum síðan. Skemmtilegt að spá í þetta... :)
Eigið annars góðan dag, og best að drífa sig í lærdóminn... :O


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Áddni

Svo maður tali nú ekki um bloggið :)

Áddni, 28.11.2007 kl. 13:59

2 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Mikið rétt. Einu sinni varð maður bara að treysta á heimasímann og bréf í umslögum. Ég er þó enn ekki farin að svara í símann meðan ég er í sturtu eins og sumt fólk gerir, eins og það sé bara ekki obsjon að svara ekki. En sms er snilld, hefur oftar en ekki sparað mér ómældan tíma :-)

Íris Ásdísardóttir, 28.11.2007 kl. 23:32

3 Smámynd: Grumpa

eins og einhver góð manneskja sagði: spáiði í hvað maður missti af mörgum partýum back in the days bara af því að það voru engir GSM símar!!

Grumpa, 29.11.2007 kl. 18:06

4 Smámynd: Ruth Ásdísardóttir

Já, ég er nú ekki svo langt leidd enn að svara símanum í sturtu....eða hvað? það kemur nú samt fyrir að maður ryðst út úr sturtunni með sápuna í hárinu til að svara....Hmm, þarf nú eitthvað að endurskoða þetta.  

Og já, pæliði í því hvernig rokkælan hefði verið hérna í gamla daga ef við hefðum fengið GSM síma í hendurnar...

Ruth Ásdísardóttir, 29.11.2007 kl. 18:51

5 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Vá, það er alveg rétt. En ætli maður hefði þá ekki misst af því að standa dead frozen úti í mýri eftir Grumpupartý með Flosa frænda að tala um víkinga..? Ef ég hefði gsm, þá hefði maður bara hringt í einhvern og látið ná í sig. :-)

Íris Ásdísardóttir, 1.12.2007 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband