26.11.2007 | 11:40
Jólagjafakaup og fleira
Á laugardaginn seinasta kláraði ég að halda fyrirlesturinn sem ég var búin að vinna að í seinustu viku. Mikið voðalega var það góð tilfinning þegar ég var búin. Ég fór niður í bæ eftir á, hringdi í Lollu vinkonu og spurði hana hvort hún vildi koma í kaffihús og spjall. Ekkert samviskubit yfir því að vera skrópa í skólanum eða að hangsa á meðan maður á að vera læra heima o.s.frv. ... :) Algjörlega yndislegt!
Átti líka alveg yndislegan dag í gær (sunnudag). Við Árni fórum í jólagjafaleit og fundum jólagjöfina handa honum Patreki litla dekurfrænda... sem er bara eins og hálfs árs nota bene og hamingjusamasta kríli sem ég hef nokkurn tíma kynnst.... :)
Ég held ég hafi aldrei verið eins fljót með jólagjafakaupin og núna í ár og ég held að kaupin hafi aldrei verið eins einföld og bara hreinlega skemmtileg!
Núna á ég bara eftir að klára verkefnin sem liggja fyrir til að klára þessa önn. Hún er búin að vera ótrúlega fljót að líða, en ég verð eiginlega að segja sem betur fer. :)
Hlakka bara til að klára önnina og halda jólin með ástvinunum.
Athugasemdir
gaman að hitta þig loksins :) fékk samt aðeins of nánar úlistingar á þessu þýðingafræðiverkefni...
Grumpa, 26.11.2007 kl. 18:04
Ég verð bara að óska þér til lukku með að vera búin með jólagjafakaupin og auðvitað með fyrirlesturinn. Já, það er SVO notaleg tilfinning þegar eitthvað svona stórt er að baki. Um að gera að verðlauna sjálfan sig t.d. með kaffihúsaferð og hangsi. Gangi þér vel með verkefnin og eigðu notalega aðventu :)
Gúnna, 27.11.2007 kl. 00:21
Til hamingju með að vera búin með fyrirlesturinn. KlappKlapp :) Það er aðeins eitt verra en að halda fyrirlestur... það eru fæðingarsögur/lýsingar, pælingar um fæðingar og allt tal um fæðingar ! varstu nokkuð að halda fyrirlestur um fæðingar? Double horror uss... gæsahrollur :-)
Hrefna (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 16:12
Ha ha !! Bíddu bara Hrefna mín, þegar þú eignast þitt eigið kríli, þá er allt í einu ekkert gaman að tala um neitt annað en barnið :-)
Til hamingju Ruth mín með að vera búin með þetta, see ya.
Íris Ásdísardóttir, 27.11.2007 kl. 17:57
klárlega urðu samt mistök í þessu öllu saman. við (konurnar) áttum bara að verpa litlu eggi. blessbless blóð, blessbless sársauki, blessbless ofnotkun á lýsingu dauðasns, blessbless sprittfíla og ljót plakgöt á veggjum. Og karlarnir áttu síðan að liggja á þeim. í hvað... svona 9 MÁNUÐI.. það er bara SANNGJARN tími...
hrefna (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 19:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.