20.11.2007 | 21:02
Heima að læra
Núna er sá tími runninn upp þar sem ég fer í þægileg föt, sest fyrir framan tölvuna, læsi hurðinni og nánast hendi lyklinum... svona þangað til ég er búin með öll verkefnin fyrir skólann og ég fæ að snúa aftur til mannheima... :)
Annars hef ég mjög slæman sið hvað þetta tímabil varðar. En, ég er gjörn á að hætta nánast alveg að hugsa um heilsuna. Matarræði og hreyfing fara forgörðum ásamt uppvaski, eðlilegum svefni og hógvær kaffidrykkja hættir allt í einu að vera hógvær... það er eins og ég flytji á einhverskonar hlutlaust svæði þar sem allt má.... :) svona næstum því...
Mig grunar að ég sé að halda mér á einhvers konar dampi til að rumpa þessu öllu af á mettíma. Kannski ég ætti að reyna að taka annan pól í hæðina í þetta sinn og fara í ræktina á morgun, og hætta við að vaka fram á nótt til að klára þennan fyrirlestur fyrir laugardaginn. :)
Htt hefur jú dugað mér, en það er bara svo asskoti óheilsusamlegt! :) Ætla allavega að reyna að overdósa ekki af kolvetni og koffeini í þetta sinn...
Hafið annars góðar stundir.
Athugasemdir
Biddu bara Árna um að vaska upp, og þrífa kaffivélina....og skúra....og setja í þvottavélina....og gefa þér gott að borða :-)
Íris Ásdísardóttir, 20.11.2007 kl. 22:19
Ég kannast eitthvað við svona ástand fyrir löööööööööngu síðan. ( Það er svo langt síðan að það var varla búið að finna upp tölvuna ) Smakkaði fyrsta kaffibollan á þessu tímabili og síðan var ekki aftur snúið. ! Gangi þér vel í törninni framundan Kv Birgitta
Húsmóðir, 20.11.2007 kl. 23:28
ohhh hvað ég kannast við svona ástand. Sitja við tölvuna með kaffi og gjarna smá gúmmelaði líka og gleyma svo hollustunni. Ufffffffff hvað ég er fegin að því tímabili er lokið - að minnsta kosti í bili
Gangi þér vel með þetta skvís
Dísa Dóra, 21.11.2007 kl. 16:58
Góða skemmtun! :)
hrefna (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 20:40
Kannast við þetta ástand mjög vel!
Gangi þér vel í prófunum og öllu!
Ruth Ásdísardóttir, 24.11.2007 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.