Upp á hól....

Núna fara jólin að nálgast með tilheyrandi undibúningi og látum. Nú þarf að ákveða svo margt, hvar á að vera? hvað á að gefa, hverjum á að senda jólakort, hvenær klárast skólinn og svona er endalaust hægt að telja og bæta við listann.

Það er samt alltaf eitt óleyst vandamál varðandi jólin og endalaust hægt að diskútera, og það er textinn í jólalaginu góða, segir maður „upp á stól stendur mín kanna...“, eða segir maður „upp á hól stend ég kanna...“
Alltaf gaman að spá í þetta. :)

Vona annars að þið eigið góðan dag!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gúnna

Sæl Ruth. Tek undir þetta með þér. Hef sjálf spáð og spekúlerað í þessum texta. Mér hefur alltaf fundist alveg "út í hróa" textinn með könnuna uppi á stólnum. Ég á þrjár dætu á aldrinum 7-22 og hef því verið fastagestur á jólaböllunum undanfarna tvo áratugi. Það er ekki fyrr en síðustu ár sem textinn með hólinn hefur farið að heyrast. Einhverntíma heyrði ég að hann væri sá upprunalegi, en þessi með könnuna á stólnum væri orðinn svo "fastur" að hefðin væri búin að gera hann réttann?? Veit ekki meir, eins og maðurinn sagði. Væri gaman að fá úr þessu skorið, híhí og hóhó.

Eigðu sjálf góðan dag og gangi þér vel í jólaundirbúningi og námi

Gúnna, 14.11.2007 kl. 10:45

2 Smámynd: Ruth Ásdísardóttir

Sæl! Já, þetta hef ég nefnilega heyrt líka. Ég ólst upp við að syngja um könnuna á stólnum, en síðan byrjaði þessi debatt fyrir nokkrum árum (svo ég viti til allavega). Þetta er svolítið merkilegt eiginlega. :)

Eigðu góðan dag sömuleiðis og gangi þér vel! :)

Ruth Ásdísardóttir, 14.11.2007 kl. 12:52

3 Smámynd: Áddni

Það hlýtur að vera "upp á stól stendur mín kanna", hitt meikar nefnilega sens, og það er nú ekki svo algengt í Íslenskum jólalögum :P

Ég held mig við rugl-textann! Hehe :) 

Áddni, 14.11.2007 kl. 14:58

4 Smámynd: Áddni

Svo er nú víst reyndar leyfilegt að nota bæði...eða allar 3 útgáfur....hmmm

http://is.wikipedia.org/wiki/J%C3%B3lasveinar_ganga_um_g%C3%B3lf 

Áddni, 14.11.2007 kl. 15:03

5 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Jólasveinar ganga um gólf

með gyllta stafi í hendi,

móðir þeirra sópar gólf

og flengir þá með vendi.

Uppi á hól stend ég og kanna,

því níu nóttum fyrir jól

þá kem ég til manna.

:-) sko mig.

Íris Ásdísardóttir, 14.11.2007 kl. 20:28

6 identicon

Og er stafurinn úr gulli, eða er hann svona svakalegar breiður?

Monopoly (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 20:49

7 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Það er hárrétt athugasemd Monopoly !! Þetta hlýtur að eiga að vera " með gilda stafi í hendi " því hvað eins og Grýla hafi efni á gulli ???

Íris Ásdísardóttir, 15.11.2007 kl. 21:15

8 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ég man alltaf eftir "upp á stól stendur mín kanna" þó ég hafi aldrei skilið hvað kannan var að gera upp á stól :-) En útgáfan hjá Írís skýrir margt og loksins á gamals aldri er vísan farin að meika sens haha :-)

Kristján Kristjánsson, 15.11.2007 kl. 22:37

9 identicon

jólasveinar einn og átta textinn er líka bara rugl! Fannst hann alltaf svo ljótur... tröllin að fara að éta andrés ( andrés önd eins og ég hélt ) og öllum bara sama, bara kirkjubjöllurnar að hringja!

hrefna (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 18:59

10 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Skemmtilega pælingar. Ég sagði alltaf "Uppá stól stendur mín kanna" og ég sá alltaf ákveðna litla gula könnu fyrir mér. Kannski var það gullkanna sem Grýla svo stal?

Thelma Ásdísardóttir, 19.11.2007 kl. 00:18

11 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Já, eða hafið þið spáð í textanum " nú er hún gamla Grýla dauð, gafst hún upp á rólunum ". Allir, þar á meðal ég, héldu að kerlingarskassið hafi drepist í rólu, en "Á rólunum" þýðir auðvitað að hreyfa sig eða vera á röltinu og draga andan.

En hvaða Andrés dó og öllum var sama ???

Íris Ásdísardóttir, 19.11.2007 kl. 22:37

12 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

íris, hér er það sem Hrefna er að vísa í:

Jólasveinar einn og átta,
ofan komu af fjöllunum,
í fyrrakvöld þeir fóru að hátta,
fundu hann Jón á Völlunum.
Andrés stóð þar utan gátta, 
það átti að færa hann tröllunum.
Þá var hringt í Hólakirkju
Öllum Jólabjöllunum.

Þetta erindi er jafnvel enn óskiljanlegra en þetta með könnuna á stólnum. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 20.11.2007 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband