13.11.2007 | 14:06
Sjálfsþekking
Það er skrítið stundum þetta líf. Alltaf fáum við að vita meira og meira með hverjum deginum. Okkur er alltaf sýnt meir og meir. En það er að sjálfsögðu ekkert sjálfgefið að við tökum það sem okkur er gefið og förum vel með það, eða hlustum yfirhöfuð.
Er það kannski þess vegna sem við gerum alltaf sömu mistökin, aftur og aftur og aftur....sum okkar allavega...
Stundum nær maður að grípa sannleikann á lofti og stundum er hann ljúfur að sjá og heyra, og stundum er hann bitur og sár.
Hvort sem er, þá er alltaf betra að taka það sem manni er sýnt og gefið og nota það, læra af því, setja það á góðan stað í sálinni og nýta sér það sem verkfæri morgundagsins.
Ég vona að þú sért að njóta dagsins!
Athugasemdir
Hver dagur er nýtt ævintýri! Lífið og tilveran verður bara betra og betra með hverri stund sem að líður :) Enda er ég víst svo lukkulegur að mitt líf prýðir hin yndislegasta sönggyðja sem að veitir mér innblástur engum líkum!
Takk! (fyrir allt, skillurru!)
Áddni, 13.11.2007 kl. 15:42
Jamm,ég er t.d sein að læra í mannamálum eins og flestum er ljóst.... ég hef pottþétt ekki alltaf lært af reynslunni því ég hef talið að " Í þetta skipti verður það öðruvísi ".......eina sem var öðruvísi var að "spörkin" komu bara úr annari átt en síðast !!! Ég er þó loks í dag búin að læra að ég get stýrt því sjálf hvort ég læt tríta mig eins og tusku, ég bara einfaldlega hætti að mingla við vithefta menn :-)
Íris Ásdísardóttir, 13.11.2007 kl. 23:09
Það er rétt Íris mín og það er líka svo gott þegar maður finnur að maður þarf ekki að finna til lengur vegna einhvers og enn betra ef maður getur nýtt sér reynsluna til góðs. :)
Og takk fyrir allt sömuleiðis ástin mín! :) Þú ert bestur!
Ruth Ásdísardóttir, 14.11.2007 kl. 10:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.