Flensa og fleira

Jæja, náði mér í flensu enn einu sinni! og núna magakveisu. :( Sko, ég þoli ekki magakveisur, nema fyrir það eina að maður fitnar allavega ekki á meðan. :) Maður verður að sjá góðu hliðarnar á þessu. Annars ganga svona flensur hratt yfir og ég verð orðin góð á morgun.

Annars fór ég í brúðkaup á laugardaginn seinasta. Þetta var fólk sem Árni þekkir en ég hafði aldrei séð. Samt táraðist ég í kirkjunni og við sum ræðuhöldin í veislunni eftir á. Það er bara svo fallegt að sjá þegar fólk játar hvort öðru ást sína, og þá skiptir engu hvort maður þekkir viðkomandi eða ekki. Mér finnst þetta allavega yndislegt og ég skemmti mér mjög vel.

Ég fékk síðan flensuna þá um nóttina og hef fengið skammir frá Grumpu (grimmu) fyrir að mæta ekki á skruddufundinn góða sem var í gærkvöldi. Ég frétti að hún hefði borðað allar marensterturnar og súkkulaðið frá Heidelberg sjálf vegna slæmrar mætingar í gær. Vona bara að hún hafi ekki endað með magakveisu! :)
hafið það annars gott og ég vona að þið hafið ekki gómað flensuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Knús á þig og vonandi batnar þér fljótt

Dísa Dóra, 12.11.2007 kl. 16:27

2 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Ég yrði örugglega bara leiðindaskjóða í horni kirkjunnar ef ég færi í brúðkaup núna......sæti með krosslagðar hendur með myglusvip. Það er ekkert gaman að eiga engan kærasta.....buhuuuuu...

Íris Ásdísardóttir, 12.11.2007 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband