Graskerapæið!

Ég fór austur um helgina og var hjá mömmu, Írisi og Patreki litla. Thelma kom líka austur. Linda kom að sjálfsögðu líka og kíkti á liðið og auðvitað skapaðist mikill hávaði og læti eins og gengur í þessari fjölskyldu. :) Það þætti allavega mjög undarlegt ef allir hefðu allt í einu bara hljóð og töluðu í venjulegu desíbili.... :)

Allavega, ég fór klifjuð austur eins og venjulega snemma á föstudagseftirmiðdegi, nema núna fylgdi með mér forláta grasker (ég sendi það reyndar austur á undan mér með Thelmu). :)

En mér hefur alltaf langað til að búa til graskerapæ úr alvöru graskeri, þannig að núna ætlaði ég að láta þetta gerast og sjá hvernig til tækist. Ég byrjaði klukkan 3 eftir hádegi á laugardegi og pæið kom ekki útúr ofninum fullklárað fyrr en klukkan rúmlega sjö um kvöldið. Þetta var alveg ótrúlega gaman, og allir voru svo forvitnir að vita hvernig þetta kæmi út. Þetta vakti allavega mikla forvitni og katínu og varla leið sú stund að ekki einhver var frammi í eldhúsi hjá mér að bogra yfir graskerinu undarlega, pota í, spá og spekúlera.... :)

Og viti menn, mér fannst pæið ótrúlega gott! Ég hef heyrt fjölmargar sögur af því að graskerapæ sé ekkert sérstakt á bragðið og ég get svosem alveg skilið að þetta sé ekkert fyrir alla. En, mér fannst það himneskt svona heitt út úr ofinunm og með þeyttum rjóma! Jummí :) Botninn tókst reyndar ekki nógu vel og ég þarf eitthvað að endurhugsa það fyrir næsta ár.

Allavega, pæið var success og ég ætla örugglega að gera þetta aftur á næsta ári. :)
Þetta var annars ótrúlega skemmtileg og góð helgi. Vona að ykkar hafi verið jafn frábær. :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

bara að segja Hæ :)

Hrefna (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 16:10

2 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Já takk fyrir æðislegt pæ, það var svakalega gott, heitt með rjóma. Og ég er sammála þér, þetta var æðisleg helgi :)

Thelma Ásdísardóttir, 6.11.2007 kl. 22:33

3 Smámynd: Grumpa

var afgangur??

Grumpa, 7.11.2007 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband