Jarhead og Whitesnake

Sit heima og læri. Það er sól og heiðskírt úti. Ég er að þýða kafla úr bók sem heitir Jarhead á frummálinu og andlegan innblástur fæ ég með því að hlusta á Whitesnake. :) Þetta er ágætis bók eftir uppgjafahermann sem heitir Anthony Swofford og fjallar um veru hans í Sádí Arabíu í fyrra Persaflóastríðinu.

Það er ekki svo ýkja einfalt fyrir Íslending að þýða hernaðarhugtök. Við höfum engan her og höfum aldrei haft. Eitt orð getur nefnilega vísað langt aftur í menningarsöguna auk þess að hafa miklu dýpri þýðingu fyrir þann sem hefur alist upp við hugtökin.

En, einhverstaðar lendir maður í lokin og það er aldrei að vita nema einhver nýyrði fæðast í öllum þessum pælingum. :)

Annars er ég búin að leysa þetta leyndarmál með kaffibollann (tjáði mig í sumar um skilningsleysi kaffibarþjóna þegar maður biður um venjulegan kaffibolla), en núna segir maður víst AMERICANO! Þannig að núna segi ég hátíðlega: „góðan daginn, ég ætla að fá einn AMERICANO takk“. Og þá fæ ég rótsterkan góðan kaffibolla. :)

Ég veit ekki hvort þetta er tilraun okkar Íslendinga til að skilgreina okkur sem land í Suður Evrópu eftir öll hlýindin í sumar, og þar af leiðandi EKKI amerísk, eða hvort þetta sé Ísland að færa sig aðeins of nálægt Ameríku með því að kalla náttúrulegan og af guði gerðan kaffibolla amerískan.... eins og hann var upprunalega eða eins og hann er normal....eða er þetta vísun í að venjulegur kaffibolli er hugmyndasnauður og niðursoðin menningarklisja?
Ég veit ekki alveg af hverju, en ég er handviss um að þetta á sér einhverja menningarlega forsendu og fyrirmynd.

Hafið það sem allra best um helgina og ekki drekka yfir ykkur af AMERICANO! :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æi, nei. Þetta er orð er bara BJÁNALEGT á íslandi.

Monopoly (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 15:20

2 Smámynd: Linda Ásdísardóttir

Gaman að heyra að þú sért að pæla í þessari þýðingu...

Linda Ásdísardóttir, 29.10.2007 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband