Einn af þessum dögum

Sæl veriði bloggfélagar og aðrir
Ég átti „einn af þessu dögum“. Það eru bara sumir svona dagar sem koma til manns. Maður fer á fætur, klæðir sig og undirbýr fyrir daginn framundan, en svo verður hann bara einhvern veginn hálf endaslepptur greyið, án þess að maður eiginlega viti nákvæmlega af hverju.

Það er einhvern veginn milljón hlutir sem pikka í mann, allir í vinnunni eru einhvern veginn hálf fúlir, kennarinn rukkar mann um verkefnið sem maður var búin að trassa að skila, kvörtunarbréf um bílastæði er það eina sem er í póstkassanum þegar maður kemur heim, hárið er allt ómögulegt, engin sendir manni email og svo er rigning og rok úti .... :)

En, svona eru bara sumir dagar og ég er alveg jafn þakklát fyrir þá eins og hina dagana. Ég er alltaf þakklát fyrir að vera til, fyrir elskuna mína, vinina, fjölskylduna, heilsuna og bara lífið yfirhöfuð. Svo eru þetta náttúrulega bara smáatriði miðað við allt sem á gengur á hverjum degi. Svona dagar verða alltaf líka til. :)
Ég vona að ykkar dagur hafi verið rosalega góður, :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Eigðu alla vega yndislegt kvöld elsku Gertude

Thelma Ásdísardóttir, 18.10.2007 kl. 18:44

2 identicon

þá verður morgundagurinn bara enn betri ! friday.. its a long day..lala :) Eigðu annars gott kvöld, ég missti mig alveg í shopping leiðangrinum áðan, en allt mun smekklegra en 66 gráður föðurlandið ... ég skal lofa að vera ekki að fílast á morgun :) jíjú

hrefnakrist (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 20:36

3 Smámynd: Áddni

Sætt* :)

Takk fyrir að vera til :) 

Áddni, 19.10.2007 kl. 09:02

4 Smámynd: Grumpa

í vinnunni hjá mér voru bakaðar vöfflur með 10 kaffinu í morgun þannig að þessi dagur fór alla vega af stað með mikilli hamingju

Grumpa, 19.10.2007 kl. 11:24

5 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Ef ekki væri einn og einn leiðindardagur þá væri ekki eins vel metið að eiga góðan dag :-) Átti t.d. hroðalegan "Bad hairday" fyrir stuttu....crap...

Íris Ásdísardóttir, 22.10.2007 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband