12.10.2007 | 16:43
Flugvellir
Það er eitthvað ótrúlega heillandi við þetta fyrirbrigði, flugvelli.
Það er sérstaklega gaman að vera komufarþegi og fylgjast með fólki þegar maður er að bíða eftir töskunum, og svo líka þegar úr tollinum kemur. Þar standa svo margir með eftirvæntingu í augum og jafnvel tárin tilbúin, kannski að bíða eftir einhverjum sem ekki hefur sést á heimaslóðum í fjöldamörg ár.
Þarna eru líka svo margar týpur að finna. Þarna sést alls kyns fólk, pönkarar, businessmenn/konur, hindúar í viðeigandi fatnaði, arabar, þreytt fjölskyldufólk, einmana sölumenn, Íslendingar og Ástralar.
Ég hugsa oft hvaðan þetta fólk er að koma, hvernig hefur líifið leikið þessa konu? Af hverju er hún með sorg í augum? Af hverju haltrar þessi maður og af hverju grætur þessi unga stúlka? Hvaðan er maðurinn með skjalatöskuna að koma? Er hann einmana? Er hann orðinn leiður á ferðalögum, eða er hann kannski í grunsamlegum erindum?
Það er heilt ævintýri á bakvið hverja manneskju og það er svo ótrúlega heillandi og spennandi!
Ætli einhver hugsi svona um mig þegar ég stend og bíð eftir töskunum í ókunnu landi? Kannski.
Sé ykkur annars á sunnudagskvöldið, þið skruddufélagar. :)
Athugasemdir
Sammála þér með flugvelli, þeir geta verið mjög heillandi. Kannski líka stundum einhver spenna sem fylgir því að vera á flugvöllum. Stundum táknar flugvöllur að spennandi ævintýri er í vændum :)
Thelma Ásdísardóttir, 12.10.2007 kl. 20:18
Mér finnst sem dæmi magnað að vera í hlutverki þess sem að skimar flugvöllinn og hugsar einmitt út í þetta. Hvert er þessi að fara, hvaðan er þessi að koma o.s.frv.
Það er einhvern veginn eins og Thelma segir að maður sé sjálfur staddur á fyrstu blaðsíðu í miklu ævintýri.
Ætli "bissnessmenn" sem að ferðist mikið sjái þetta líka svona ?
Áddni, 13.10.2007 kl. 16:15
Nýjasta flugvallarreynsla mín hefur algerlega gert útafvið áður takmarkaða ánægju mína af flugvallarveseni. Aukið eftirlit er þvílíkt að bitna á saklausu fólki og tafir þ.a.l. ótrúlegar. Því er hinsvegar ekk að neita að mannlífið er blómlegt og gaman að fylgjast með því ef manni gefst tími til þess Flugvellir eru þvílíkur suðupottur fjölmenningar sem er með eindæmum skemmtilegt að horfa á.
Laufey Ólafsdóttir, 14.10.2007 kl. 09:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.