Alltof mikið að gera....

Sko, hvernig er þetta eiginlega með mig? Þegar það er brjálað að gera hjá mér og lærdómurinn gjörsamlega, bókstaflega hleðst upp, og vinnan minnir helst á anarkíst geðveikrahæli þar sem enginn kemst út fyrr en hann er búinn að skila minnst 20 tíma vinnudegi, þá sest ég niður og hangi á blogginu, hangi í bókum sem ég á ekki að vera að lesa, eða stelst í kaffi og brýt öll súkkulaði- og kleinubönn. FootinMouth

Ekki misskilja mig samt, ég hangi hérna á bókhlöðunni og les og les og les og les....og fæ oft algjörlega brilljant hugmyndir varðandi bókmenntafræði. Loksins! hugsa ég! Núna er ég búin að leysa bókmenntafræðigátuna fyrir fullt og allt! Hér kemur the ultimate kenning!!... Eða þannig. Yfirleitt daga nú þessar stórbrotnu kenningar og tilgátur bara upp í stílabókinni. En, það er aldrei að vita, kannski maður nái að koma þessu karpi út úr skúffunni og inn í ritgerð. Smile

Kannski ég ætti að byrja á því að klára verkefnið sem ég er að vinna í....

Hafið það gott og farið varlega í brjálaða verðinu! Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Áddni

Ekkert er svo slæmt að það hljótist ekki af því eitthvað gott. Svona mikill vindur skilar manni oft ansi áhugaverðum hárgreiðslum!

Nema náttúrulega mér :P

Miss you babe! 

Áddni, 27.9.2007 kl. 18:08

2 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Stundum er líka bara algjörlega nauðsynlegt að fá sér kleinu og/eða smá súkkulaði :) Gangi þér vel að lesa skemmti....öööö eða semsagt bækur á hlöðunni í dag :)

Thelma Ásdísardóttir, 28.9.2007 kl. 14:31

3 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Geturðu ekki látið Árna lesa fyrir þig á kvöldin?? Viskan sýast þá inn meðan þú sefur fegurðarblundinn. :-)

Íris Ásdísardóttir, 4.10.2007 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband