Fallin.....

Í bókakaup!! Enn og aftur! Ég veit, ég var búin að lofa sjálfri mér því að hætta kaupa bækur næstu þrjú árin allavega.... eða eitthvað í þá áttina. Grin

En ég og Árni duttum inn í bókabúð Máls og menningar í gærkvöldi og þar fann ég ótrúlega áhugaverða bók um mann sem heitir Olof Rudbeck. hann var sænskur brjálaður fræðimaður sem bjó í Uppsala á 17. öld (kannski eitthvað fram á 18. öld) og rannsakaði tilveru Atlantis. Það áhugaverða er að allar rannsóknir hans beindu honum í Norðrið! Smile Bókin fjallar semsagt um þessa rannsókn hans og hlakka ég til að lesa hana (svona þegar ég hef tíma árið 2011....)

það er alltaf gaman að finna svona týnda fræðimenn, bókmenntaverk eða eitthvað þaðan af skemmtilegra! Ég get ekki beðið eftir að segja Grumpu frá þessu öllu í smáatriðum.... Tounge

Hafið það annars gott og ég vona að allir séu að ná sér af flensunni sem virðist vera ná öllum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Þú mátt alveg segja mér frá honum Olof ef Grumpa þykist ekki vera heima....sérstaklega ef þetta var einhver lítill skrýtinn kall, því frásögurnar þínar eru oft drepfyndnar, eins og af Grikkjunum hér forðum :-)

Íris Ásdísardóttir, 20.9.2007 kl. 22:16

2 Smámynd: Grumpa

gat svo sem verið að þú hafir grafið upp einhvern Sænskan vitleysing og það frá Uppsala af öllum stöðum! ...já og ég verð ekki heima þar til þessi bók er gleymd og grafin

Grumpa, 21.9.2007 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband