13.9.2007 | 20:07
Komin á lappir!
Jæja, stigin upp úr veikindunum og ég vildi óska að ég gæti líkt þessu við sigur Mærinnar frá Orleans (svona þegar hún fór með sigur úr býtum) eða sigurför lafði Godiva þegar hún reið alls nakin á hestinum með hárið og kvenleikan að vopni..... en nei, því miður var nú upprisan úr veikindunum ekki svona dramatísk skal ég segja ykkur. Endaði bara í IKEA gallanum góða og gekk mig upp að hnjám í dag í einhverri eftirlitsferð með samstarfsmönnum....góð endurkoma úr veikindum það.....
Sit annars á bókasafninu og læri, og þarf víst að boða skróp á fyrsta skruddufundinum þar sem ég ætlaði að gera glæsilegt kombakk. En, ég þarf að sinna brýnni erindum á sunnudagskvöldið!!
Vona annars að haustið sé að leggjast vel í ykkur, svona þrátt fyrir hauststorma og fleira skemmtilegt....
Athugasemdir
Velkomin aftur í þinn flotta IKEA galla :) Ertu að meina að það sé Skruddufundur á næsta sunnudag... vá hvað tíminn er fljótur að líða. Ég er ekki búin með bókina samt finnst mér eins og ég hafi verið mjög dugleg. það hægist mjög mikið á henni eftir fyrstu 150 blaðsíðurnar og það liggur við að ég vilji fletta yfir í endin... hummm ... reyni að lesa í gegum þetta en finnst bókin aðeinsn og endurtekningarsöm rétt núna.
Linda Ásdísardóttir, 14.9.2007 kl. 00:07
Tíhí...sætt :)
Áddni, 15.9.2007 kl. 09:22
Þín verður saknað á Skruddufundinum góða....hmmm...hvað ætli þú sért að fara bauka sem er svona mikilvægt?
Thelma Ásdísardóttir, 15.9.2007 kl. 12:00
á nú að hlaupa á stöndinni í slow motion í staðinn fyrir að mæta á Skruddufund?! hnuss!!!
Grumpa, 16.9.2007 kl. 00:11
Grumpa getur nú bara skellt sér með í strandarhlaupið !! Velkomin á lappirnar Ruth mín......:-)
Íris Ásdísardóttir, 17.9.2007 kl. 22:00
Gott þú ert orðin hress aftur.
Dísa Dóra, 20.9.2007 kl. 08:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.