12.9.2007 | 13:34
Veikindi, tölvupóstar og fleira
Ég er ein af þeim sem gjörsamlega fer í fýlu ef ég verð veik. Ég þoli það ekki. Hver kannast ekki við að sjá stundum í hyllingum að þurfa að liggja uppi í rúmi daglangt, með kakóbolla og góða bók í hendinni, og ég tala nú ekki um ef það er grenjandi rigning úti og rok. Stundum eru veikindi séð í svona rómantísku ljósi, og kannski nota einhverjir þarna úti tækifærið og segjast bara vera veikir til að njóta þess að liggja heima á mánudegi undir sæng og lesa.
Ætla mér ekkert að dæma um þá, en þetta hef ég ekki samvisku í að gera, og svo þegar ég verð fárveik eins og um daginn, þá finnst mér sem himinn og jörð séu að hrynja! Smá ýkjur kannski, :) en er semsagt veik heima og búin að vera síðan á sunnudaginn..... komin á sýklalyf reyndar, þannig að þetta ætti að fara að batna bráðum. :)
En svo er annað. Sumir eru mjög duglegir við að senda alls kyns krútttölvupóst á vini sína og vandamenn. Og allt gott og blessað með það. Málið er bara að stundum valda þessir póstar mér smá hugarangri.... margir af þessum póstum segja manni að senda skeytið til baka til þess sem það sendir. Og það gerir maður ásamt því að senda það öllum sem manni þykir vænt um. En, svo kemur það allt til baka, og hvað á ég þá að gera? Á ég að senda það aftur til baka, og á þá sá sem fær það til baka að senda það enn einu sinni til baka? Og ef engin hættir þessu að senda svona fram og til baka, er maður þá ekki standa í þessu fram á haustið 2009? ég bara spyr! Þessir póstar valda mér stundum smá hugarangri og ekki vil ég vera sú sem slítur keðjuna, eða láta bestu vini mína og ástvini halda að ég vilji ekki senda þeim póstinn til baka.....
Smá dilemma í gangi,
Eigið annars góðan dag og fariði varlega!
Athugasemdir
Já ég læt nú yfirleitt þessa pósta vera. Mér er svo illa við keðjubréf. Læt bara nægja að segja að mér þykir vænt um ykkur
Kristján Kristjánsson, 12.9.2007 kl. 13:56
ég er ferlega löt við að senda til baka, samviskan nagar mann stundum yfir því :) sérstaklega ef þetta er þannig að eithvað gott eigi að henda mann eftir x - marga daga, þá líður mér alveg eins og þegar ég fer í ikea og þarf að fylgja örunum út um alla búð til að komast að útganginum, eða ristavélar þar sem takkinn festist ekki niðri nema hún sé í sambandi............. rá'skmennsku bökk og yfirráð :) þetta er komið út í bull hjá mér, vona að sýklalyfin séu að kikk assa veirurnar þínar :)
e igðu góðan dag :)
hrefnakrist (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 14:13
Omg þúst...þa má ekk' bara eikkað slíta keðjubrév skillurru...þá bara þúst vinnur marr ekk' í lottó og þúst, allt sonna rosa hræðó byrrar a sge og solleis...systir mín sko sleit einmitt keðjubrévi þúst...og svo byrjuðu allir rauðu sokkarnir hennar að bara eikkað að skríða uppí þvottavélina með hvítu blúndunærbugsunum og þá bara eikkað allt bleikt og ógisslega sonna stelpulegt og hrikalega gegt eitís og mjólkin hennar varr bara allt í einu brún og svaka mikið kakóbragð af henni en samt stóð nýmjólk á feddnuni og svo bara eikkað gifti hún sig og eignast barn og kominn í svaka góða vinnu og solleis! Þúst...bara eikkað klikkað óhepinn marr!
Áddni, 12.9.2007 kl. 14:27
Ég slít þessar keðjur möglunarlaust !!! Þeir sem ég elska vita að ég elska þá. Ég veit alveg hvernig þú ert Ruth mín þegar þú ert veik og má með sanni segja að himnarnir hrynji því yfir þér svífur lítill skýhnoðri með þrumu og eldingu.....Láttu þér batna, mússí mússí. :-)
Íris Ásdísardóttir, 12.9.2007 kl. 21:55
Gott að þú ert að hressast kæra systir. Er sammála þér með hvað maður sér það stundum í hillingum að vera veikur heima, einhver rómantík í því að liggja í náttbrókunum undir hlýrri sæng með góða bók. En svo þegar maður er veikur þá hefur maður ekki nóg vit í hausnum til að gera nokkuð nema ergja sig yfir eigin máttleysi
Thelma Ásdísardóttir, 12.9.2007 kl. 23:42
Þegar ég ligg veikur enda ég oftast að horfa á gamlar svart hvítar myndir frá 1930 :-)
Kristján Kristjánsson, 13.9.2007 kl. 08:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.