5.9.2007 | 18:39
Hamingjusamur bókmenntafræðingur!!
Ég er mjög hamingjusamur bókmenntafræðingur í dag! Vitiði hvað ég heyrði í tíma í dag?
Það var málfræðingur sem sat í flugvél og byrjaði að tala við mann sem - takiði eftir - sat ekki við hliðina á honum heldur hinu megin við ganginn, um málfræðikenningar af alvarlegustu gerð. Þá erum við ekki að tala bara um sagnir og nafnorð, heldur eitthvað eins og aðblásturaðferðir í aukasetningum og aðalsetningum og hvernig það hefur áhrif á röddun og lokhljóð norður í Mývatnssveit....
Og viti menn, maðurinn sem fékk allar þessar upplýsingar dó stuttu seinna......
Ég er semsagt búin að komast að því að það getur beinlínis verið hættulegt að hafa of mikil samskipti við málfræðinga! (Nema að sjálfsögðu ef bókmenntafræðingurinn eigi keðjusög í þvottahúsinu.... )Eða þannig.... Best að halda áfram að læra
Hafið það gott!
Athugasemdir
Já þetta hef ég verið að reyna segja þér í fjögur ár :)
Thelma Ásdísardóttir, 6.9.2007 kl. 00:50
Hvað á ég að gera þegar að öll fötin mín eru orðin óhrein :P Ekki þori ég að fara í þvottahúsið eftir þetta ;) (hehe)
Áddni, 6.9.2007 kl. 08:39
Ekki kaupa vélsög, ég hata þær!!! Mér finnst þetta ógeðsleg uppfinning.
Íris Ásdísardóttir (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 17:46
bókmenntafræðingar eru aftur á móti fólk sem segir þér í löngu máli frá tilvísunum og táknfræði í bókinni sem þú varst að lesa svo ekki sé minnst á undirliggjandi boðskap og þjóðfélagsrýni í anda kúbisma...og þig langar aldrei að lesa aftur!
Grumpa, 6.9.2007 kl. 21:23
Don´t get me started, Grumpa
Linda Ásdísardóttir, 7.9.2007 kl. 01:06
Ég er í stór hættu, þekki 2 útskrifaða bókmenntafræðinga, og annar er á leið í mastersnám.
Monopoly (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 20:12
Ruth er komin í masterinn!!! God help us all!
Linda Ásdísardóttir, 9.9.2007 kl. 01:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.