Back to school

Jæja, þá er skólinn að byrja hjá mér í dag. Búin að kaupa mér strokleður og blýant ásamt fullt af stílabókum og bókum. Nú vantar mig bara Hello Kitty pennaveski og þá er þetta fullkomið! Smile Eða þannig... Annars mun skólinn taka ógnartíma frá mér og þá verður kannski minna um bloggfærslur hjá mér, ekki nema maður stelist endalaust á meðan maður á að vera læra uppi í bókhlöðu....

 Námið virkar mjög spennandi á mig allavega, en vinnan gerir það líka, en ég verð ansi mikið í vinnunni með skólanum, þannig að það verður nóg að gera hjá mér vægast sagt.

Ég endurskráði mig í Skrudduhópinn góða, en sé ekki fram á að hafa nokkuð um bókina að segja sem verið er að lesa, vegna þess að ég er ekki einu sinni búin að redda mér henni....Woundering

 Jæja, hef svosem ekkert að segja, ætla að fara að læra....og drekka kaffi. Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Áddni

Ég mæli sterklega með að þú takir nú epli með í fyrsta tíma svo að kennararnir komi til með að elska þig :)

Áddni, 4.9.2007 kl. 13:16

2 Smámynd: Grumpa

hvurslags er þetta! það er nú ennþá hálfur mánuður til að lesa bókina. pís of keik!

Grumpa, 4.9.2007 kl. 23:22

3 Smámynd: Linda Ásdísardóttir

En mundu að þú verðu að gefa kennaranum eplið en ekki kjamsa á því sjálf ..... það verður að stafa allt ofan í ykkur Mastersnemana því þið eruð svo viðutan. (okei, ókei ég er ógeðslega abbó að þú sért byrjuð í námi en ekki ég :)  Gangi þér vel!)

Linda Ásdísardóttir, 5.9.2007 kl. 23:28

4 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Humm...samkvæmt minni reynslu þá er hún Ruth áreiðanlega að laumast með epli sem ég á, en það er alltí lagi :) Verði þér bara að góðu og skemmtu þér vel í skólanum.

Ps Ég henti undarlega gula sullinu sem var í glasinu uppá eldhúsborði, en mæ ó mæ hvað það var erfitt að ná glasinu hreinu eftir á. Vonandi var ég ekki að rústa einhverri mikilvægri tilraun fyrir skólann :)

Thelma Ásdísardóttir, 6.9.2007 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband