Vinnan og innkaupin

Ég er ein af þeim heppnu sem finnst ótrúlega gaman að mæta í vinnuna á morgnanna og vil helst ekki fara heim á kvöldin. Það skemmtilega við mína vinnu, ásamt mörgu, er til dæmis það að ég veit aldrei hvernig dagurinn verður. Maður getur lent í hinum undarlegustu verkefnum og aðstæðum... :)

En, svona talandi um að fara seint heim úr vinnunni, þá hefur það einmitt verið að gerast undanfarnar vikur. Ég hef unnið langt fram eftir kvöldi til að klára ákveðin verkefni. EN, það verður til þess að ég hef ekki tíma til að sinna heimilisstörfunum sem skyldi, og þar á meðal að finna tíma (eða nennu) til að fara út í búð að versla í matinn.

Nú eru góð ráð dýr. Þar sem ég kem heim á kvöldin og ekkert til heima, nema ónýtt grænmeti og súrnuð mjólk.
Besta ráðið er þá náttúrulega að skreppa í heimsókn til Thelmu systur. Jú, og viti menn, ég gerði það einmitt um daginn. Og mikið rétt, það var megavika í Dominos og haldiði ekki að það hafi verið til pizza, kók og ís í eftirrétt. :)

Nú var ekkert annað hægt að gera í stöðunni en að pústa, andvarpa og dæsa og segja, æi, ég er svo voðalega þreytt og svöng.....úú, pítsa! Og Kók?! Mikið ertu voðalega góð systir mín kæra..... og áður en henni tókst að mótmæla þá var ég búin að hita mér þrjár sneiðar....Henni EKKI til skemmtunar. :)

Eins og það hafi ekki verið nógu mikil ókurteisi, heldur þurfti ég að sjálfsögðu líka að tjá mig um daginn sem var að líða undir lok. Og það gerði ég... bara ofan í kvikmyndina sem hún ætlaði sér að horfa á í rólegheitum.

Ég held að hún sé að íhuga að skipta um lás á íbúðinni og fá sér leyninúmer..og kannski svona dyrasíma með myndavél.... :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Sigurðsson

hehehe , er ekki annars alltaf einhverskonar megavika hjá dominos ?

Halldór Sigurðsson, 30.8.2007 kl. 20:48

2 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Elsku systir, þú ert velkomin í heimsókn hvenær sem er og þú mátt borða allt sem ég á til handa þér og trufla mig frá öllum þeim kvikmyndum sem ég er að horfa á :)

Mér þykir þó leitt að tilkynna að ég fékk mér lás á ískápinn (þennan sem geymir egginn mín, mjólkina mína, ostinn minn, ísinn minn, áleggið mitt og jógúrtina mína) og það er svo skrýtið að ég er akkúrat búin að týna lyklinum. Aldrei hefði mig grunað að það myndi gerast...skrýtið :)

Thelma Ásdísardóttir, 31.8.2007 kl. 11:27

3 Smámynd: Linda Ásdísardóttir

Þetta hljómar eins og lúxus líf, þú fílar vinnuna þína og þarft ekki að elda mat á kvöldin :)

Linda Ásdísardóttir, 2.9.2007 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband