21.8.2007 | 17:45
Líður undir lok...
Jæja, þá er sumarið að renna sitt skeið og haustið að taka við með öllum sínum sjarma. Mér hefur alltaf þótt haustið vera uppáhalds árstíðin mín. En ég verð nú samt að segja að sumarið sem er að líða undir lok hefur verið það allra besta sem ég man eftir. :)
Það er ekki bara góða veðrið sem hefur gert það svona gott, heldur allt hitt líka... :) Núliðið sumar er allavega mín uppáhalds árstíð hingað til...
Það er náttúrulega ekki hægt að blogga án þess að nefna menningarnótt sem var síðastliðin laugardag.
Hún var algjörlega frábær! ég fór með systur minni og vinkonu minni niður í bæ og þar eyddum við öllum eftirmiðdeginum og kvöldinu. Það var ótrúlega mikið að sjá og svo margar verslanir opnar. þetta kvöld fann ég líka verslanir sem ég hef aldrei vitað af áður. Ein indversk, rosa flott búð og önnur mexíkósk á tveimur hæðum ásamt fleirum.
Flugeldasýningin brást náttúrulega ekki og var rosalega falleg. Menningarnótt er alltaf bara frábær, það er ekki hægt að lýsa henni öðruvísi. Reyndar verð ég að segja að mig hefur aldrei langað til að staldra við eftir flugeldasýninguna. Ég hef alltaf flýtt mér út úr miðbænum þegar henni lýkur. Sumir kalla það ómenningu sem tekur þá við...en...no comments. :)
Hafið það gott þangað til næst!!
Athugasemdir
missti alveg af þessari menningarnótt. eftir að hafa labbað í 6 klukkutíma í motocrossbrautinni í Grindavík og fengið yfir mig heilu bílfarmana af mold og sandi (já maður leggur ýmislegt á sig fyrir góða ljósmynd) þá var ég svo þreytt að ég rétt hafði orku í að fara á Brennsluna og sporðrenna einum rottuborgara, rétt gat drattast upp á Skólavörðustíg í 1 öl, nennti með herkjum að bíða eftir flugeldasýningunni og fór svo bara heim og svaf í 12 tíma!
Grumpa, 21.8.2007 kl. 22:33
Mikið er ég sammála þér. Þetta er búið að vera frábært sumar, og ætlar að enda einfaldlega stórkostlega! Eða á besta mögulega máta :) Ég hef alla veganna ekki horft fram á haustið með eins stórt bros á vör ;)
Áddni, 22.8.2007 kl. 08:29
Ég er alsæl með að það sé loksins farið að kólna aftur og rigningin í gær var ekkert nema æðisleg, svo fersk. Loksins alvöru súrefni að anda að sér :)
Thelma Ásdísardóttir, 22.8.2007 kl. 17:52
Ég missti af menningunni eins og önnur ár en er búin að eiga æðislegt sumar. Haustið verður örugglega gott líka, tími athafn og góðra hugmynda.
Linda Ásdísardóttir, 24.8.2007 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.