15.8.2007 | 12:30
Menningarnótt á næsta leyti
Það hefur ekki farið framhjá mér að menningarnótt er um næstu helgi, og heldur ekki sú staðreynd að Reykjavíkurmaraþon Glitnis verður líka haldið þá. Ástæðan fyrir því að ég er minnt á þetta á hverjum degi núna er, að bærinn er fullur af hlaupandi fólki. Hvert sem litið er, þá sér maður fólk á hlaupum... Þetta er eiginlega hálf skondið, en minnir mig nú líka á það að það er nú kannski komin tími til að fara á brettið aftur svona með haustmánuðunum.... :)
Ég held líka að haustið sé komið, en það er bara yndislegt, það er alltaf svo skemmtilegur árstími.
Njótið dagsins.
Ég held líka að haustið sé komið, en það er bara yndislegt, það er alltaf svo skemmtilegur árstími.
Njótið dagsins.
Athugasemdir
Sömuleiðis :-)
Kristján Kristjánsson, 15.8.2007 kl. 21:17
ég verð bara þreytt að sjá allt þetta hlaupandi fólk !
Grumpa, 16.8.2007 kl. 20:09
Halló Ruth.....fann þig á blogginu og það er nú bara gaman :-)
Veistu hvert allt þetta fólk er að hlaupa ? Er fólk að flýja eitthvað..Kannski öll RISA STÓRU hljólhýsin sem fólk keypti í vor ....og svo skuldar allt fólkið svo mikinn pening að það heldur kannski að það geti bara hlaupið og hlaupið og hlaupið og þá er allt hjólhýsið farið...með skuldunum...erum við ekki að tala um Glitnishlaup? Lána þeir ?
Hlakka til að hitta þig í hádegisboðinu í Lækjarberginu very soon...RISA knús
þinn gamli boss.....Bryndís
Bryndis (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 23:12
Svo er líka Latabæjarhlaupið um helgina; sérði einhverja æfa fyrir það? Fullorðna menn hlaupa um í þröngum sokkbuxum og með skotthúfu, meina ég?
Linda Ásdísardóttir, 16.8.2007 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.