2.8.2007 | 17:10
Meira um Hvalfjarðargöngin
Ein besta vinkona mín, algjörlega yndisleg manneskja og frábær í alla staði, lendir oft, af einhverjum ástæðum, í svolítið skringilegum aðstæðum. Og af einhverjum ástæðum gerist þetta oft þegar hún er í umferðinni.
Seinustu helgi lögðum við báðar land undir fót. Við vorum reyndar ekki að ferðast saman, heldur fór hún á Vestfirði en ég norður á ættarmót. En, eins og ég, þá þurfti hún að fara Hvalfjarðargöngin. Á leiðinni Vestur fer hún semsagt í göngin og upp hinu megin. Þegar upp er komið taka við tvær akreinar. Sú vinstri (ef ég man rétt) er fyrir þá sem borga sig í gegn, en akreinin hægra megin er fyrir áskrifendur.
Vinkona mín man ekki á þessu augnabliki hvoru megin hún á að fara, og þar sem ekki langur tími var til ákvörðunar, þá fer hún hægra megin, eða þar sem áskrifendur eiga að fara. Hún áttar sig fljótlega á mistökunum, stöðvar bílinn og hyggst bakka til baka í þeim tilgangi að koma sér á rétta akrein.
Það gengur ekki betur en svo að áður en henni tekst að færa bílinn, er komin tröllvaxinn jeppi aftan að henni og flautar gremjulega. Vinkonu minni bregður svo að hún keyrir af stað án þess að hugsa, og er þar með komin framhjá greiðsluskýlinu. Það eina sem hún getur gert í stöðunni er að fara hringtorgið og snúa við. Ekki vildi hún gerast sek um að ætla að svindla sér í gegnum göngin. :)
Þannig að hún snýr við og er þar með komin hinu megin við greiðsluskýlið. Maðurinn sem þar starfar gerir að sjálfsögðu ráð fyrir því að hún ætli sér niður í göngin og í suðurátt. En, nú tók nefnilega við miklar útskýringar á því af hverju hún var stödd þarna megin, en var í raunninn að fara í hina áttina!! Verst þótti henni að þurfa kannski að fara aftur niður í göngin, upp og svo niður aftur..... Maðurinn gat nú ekki annað en brosað þegar vinkona mín spurði hann í örvæntingu sinni hvort hún þyrfti virkilega að fara heilan hring í göngunum.... eins og henni er nú ekkert voðalega vel við þau. :)
Þeir sem þarna starfa hafa ábyggilega lent í ýmsu og vinkona mín þar með engin undartekning. En, ég ætla að reyna að muna núna að fara alltaf réttu megin þegar ég borga. :) Og nota bene, hún þurfti ekki að fara allan hringinn..... :=)
Þú ert best elsku vinkona! ;)
Athugasemdir
Æi greyið. Ég fer þarna í gegn 2x á dag og þetta eru mjög algeng mistök ökumanna, sértaklega þegar fer að nálgast helgi. Eitt gott ráð við þessu er að lesa á umferðarskiltin þegar komið er upp úr göngunum. Þá þarf ekki að muna neitt. Það er nefnilega engin afsökun að vera utan við sig í umferðinni. Þannig verða slysin.
Þröstur Unnar, 2.8.2007 kl. 17:43
Ég held að við lendum öll í því einhvern tíma að vera utan við okkur og mér finnst þetta bara fyndið atvik, enda engin hætta sem skapast við snúninga stúlkunnar. Ég tel að umferðinni stafi mun meiri hætta af ölvun, hraðakstri, tillitsleysi, frekju og almennum leiðindum í garð annarra.
Skemmtileg frásögn Ruth :)
Thelma Ásdísardóttir, 2.8.2007 kl. 21:15
HÆHÆ dúllz, þú veist ekki hvað ég hlakka til að fá þig aftur í vinnuna :) Eigðu góðan dag!
hrefnakrist (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 08:25
Þetta skilti sem segir hvoru meginn ökumenn eiga að vera birtist alltof seint því röðin er oft löng og það er bras að komast inn í hina röðina ... líka fyrir þá sem eru ekki viðutan ... og sýnum viðutan fólki umburðarlyndi, þannig forðumst við mörg slys.
Linda Ásdísardóttir, 3.8.2007 kl. 23:52
Það hefði líka verið hægt að keyra áfram og þræða Hvalfjörðinn og byrja upp á nýtt!
Magnús V. Skúlason, 8.8.2007 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.