Einn kaffibolla takk....

Ég veit ekki hvort ég er að verða svona gömul, eða hvort menningin á Íslandi er að breytast svona mikið. Kannski hafa einhver íslensk orð fengið nýja merkingu, og ég misst af því þegar það gerðist. Ég veit ekki nákvæmlega af hverju þetta gerðist, en ég var í Kringlunni um daginn eins og svo oft áður í sumarfríinu mínu. Mér datt það snjallræði í hug að setjast niður og fá mér góðan kaffibolla á kaffihúsinu sem er fyrir framan Útilíf (man ekki hvað staðurinn heitir).

Ég stillti mér upp í biðröðinni og beið að sjálfsögðu þolinmóð eftir að komið var að mér. Eftirfarandi samskipti fóru um það bil svona fram:

Ég: „Góðan daginn, ég ætla að fá einn kaffibolla“

Unga afgreiðsludaman: „Kaffi Latte?“

Ég: „Nei, bara venjulegan kaffi takk“

Stúlkan hikar og horfir undarlega skilningsvana á mig áður en hún spyr: „Venjulegan kaffibolla“?

Ég: „Já, takk, bara venjulegan kaffibolla.

Stúlkan: „Fyrirgefðu, hvað meinarðu með kaffibolla?.... ætlarðu að fá kaffi latte.....

Hérna virtist hún vera orðin hálfpirruð á mér og það virtist eins og hún væri orðin hálfleið á þessu sífelldu röfli mínu um eitthvað sem hét kaffibolli.....
Það flaug í gegnum huga mér þessi spurning: Er ég ekki á kaffihúsi??

ég veit ekki alveg, heitir kaffibolli ekki bara kaffibolli ennþá? það væri ágætt að fá að vita ef þessu hefur verið eitthvað breytt undanfarið. Kannski heitir þetta bara þessu nafni í kaffistofunum í Háskólnaum, ég veit það ekki.
Kannski heitir þetta núna Non fat. non whipped, low fat cappuchino, eða soyalatte með extra spænum og lítilli froðu takk, extra hot, darkbrown coffe to go.... Ég veit það ekki, en þetta var allavega hið undarlegasta mál. :)
Eigið góðan dag, og gangi ykkur vel að panta kaffibolla í framtíðinni!! :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Ég er búin að læra það  að gamaldags kaffibolli heitir ,,Americano'' svo nú veistu það

Þórdís Bára Hannesdóttir, 30.7.2007 kl. 17:24

2 Smámynd: Grumpa

þetta hefur fólk upp úr því að vera að þvælast í Musteri Mammons (Kringlunni). Ekkert nema einhverja vitleysu. Hér downtown Reykjavík hef ég aldrei lent í því að afgreiðslufólkið viti ekki hvað er átt við með venjulegum kaffi þó það skilji kanski sumt annað ekki alveg jafn vel :)

Grumpa, 30.7.2007 kl. 18:49

3 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Kannski hefur stúlkutetrið haldið að þú hafir bara verið að biðja um bollann sjálfan og fundist að hún yrði að fá það betur á hreint hvað þú vildir svo hafa ofan í þessum bolla? :)

Thelma Ásdísardóttir, 31.7.2007 kl. 00:54

4 identicon

Prófaðu að fara á Kaffivagninn eða Grandakaffi.

Linda Ásdísardóttir (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband