Koss í Kringlunni og fleira skemmtilegt

Jæja, loksins komin í mitt langþráða frí og er að njóta mjög vel. Hangsa niðri í bæ og drekk kaffi og slúðra með systur og fer svo í Kringluna með annarri seinna um daginn til að hangsa og njóta mín. :)

Patrekur litli frændi er búinn að koma nokkrum sinnum í heimsókn til mín í Reykjavík, en hann býr á Eyrarbakka með mömmu sinni. Um seinustu helgi kom hann og var ég með hann bæði laugardag og sunnudag þar sem mamma hans var að vinna í Kringlunni yfir helgina. Alveg yndislegt að hafa krílið litla sem er á svo skemmtilegum aldri. Hann er 13 mánaða og nýfarin að labba. Þannig að núna þrammar hann um Kringluna og IKEA með hendur aftan við bak í nýju skónum sínum og skoða mannlífið

Þegar Íris systir var búin að vinna á sunnudaginn hittum við hana í Kringlunni. Þar gekk Patrekur um eins og honum einum er lagið og skoðaði mannlífið og í einstaka búðarglugga, þangað til hann hitti eina unga stúlku sem var á svipuðum aldri og hann, og líka nýbyrjuð að stunda labb. Hann stoppaði og skoðaði hana, og hún skoðaði hann. Eftir smá stund tók hann dudduna út úr sér og ætlaði að gefa henni, klappaði henni síðan á kinnina og smellti á hana einum litlum kossi.....Algjörlega yndisleg tilþrif enda vakti þetta mikla kátínu hjá fullorðna fólkinu í kring.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Skemmtu þér vel í fríinu þínu elsku systir :) Og já, hann Patti littli er óttalegt krútt.

Thelma Ásdísardóttir, 25.7.2007 kl. 22:53

2 Smámynd: Grumpa

þetta heitir snuð!!! arrrgghhhhh!!!!!!!

Grumpa, 26.7.2007 kl. 09:43

3 Smámynd: Ruth Ásdísardóttir

Ertu eitthvað Grumpy þessa dagana elsku Grumpa? :)

Ruth Ásdísardóttir, 26.7.2007 kl. 13:52

4 identicon

Ekkert smá krúttlegt.   

Birgitta (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 01:18

5 identicon

Dúllan litla. Ætlar greinilega að byrja ungur á að heilla stelpurnar upp úr skónum

p.s. Grumpa, 1 árs barn á álíka auðvelt með að segja Snuð og það er fyrir fullan íslenskan karlmann að segja "ég elska þig", á fullisku "ek elssssssssssssssssssssggga ih". Þetta syndróm byrjar ansi snemma

Monopoly (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 10:15

6 identicon

Nokkur góð orð fyrir Grumpu að leggja á minni: snuddu-budda, krúttí-dúttí, súkkú-púkkú, frænku-lænka, púpú (enska fyrir barnakúk). Fleiri orð eru tilkippileg ef Grumpa vill bæta við íslenska orðaforðann sinn.

Linda Ásdísardóttir (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband