18.7.2007 | 18:57
Játningar bókmenntafræðings
Ég verð að játa svolítið. Ég er forfallinn Josh Groban hlustandi þessa stundina. Maðurinn syngur algjörlega eins og engill!! Hún Hrefna vinkona kom með diskinn í vinnuna. Við urðum einhvern veginn að leysa einbeitingarleysið í vinnunni vegna þess að við gátum ekki hætt að tala um sumarfrí, segja hvorri annarri brandara ásamt fleiru skemmtilegu. þannig að við brugðum á það ráð að setja tónlist í eyrun.....með þessum frábærum árangri!
Núna er ég búin að þýða Játningar Ingvars kamprads yfir á íslensku (nei, ekki játningar Ágústus keisara), heldur stofnanda IKEA, á tvöföldum hraða, fara yfir alla kaupbæklingana fyrir sófadeildina og læra textann á nýju Josh Groban diskinum utan að. Ég mæli með þessari tónlist. Hún er frábær. :)
Annars er ég að fara í frí. Þeir sem þekkja mig vel vita að það er ekki á hverjum degi sem ég tek mér frí, auk þess sem ég á ansi erfitt með að vera bara í fríi. Ég verð alltaf að gera eitthvað (ofur)skemmtilegt, ævintýrafullt, ferðast, gera kannski einhver mistök eða jafnvel eitthvað af mér. En, ekki í ár. Núna ætla ég að fara upp í sveit, út að ganga á Laugarveginum (í Reykjavík), klára bókina sem ég er að lesa og njóta þess hreinlega að vera í fríi.
Athugasemdir
Josh Groban er bara nýja týpan af Julio Iglesias, eitthvað nógu væmið fyrir miðaldra konur. Give me Manowar any time!!
Grumpa, 18.7.2007 kl. 23:44
Já, ef þetta táknar það að ég sé orðin miðaldra ef ég hlusta á Josh Groban, þá er það náttúrulega bara algjörlega himneskt! :) Ha ha!
Ruth Ásdísardóttir, 19.7.2007 kl. 08:09
Njóttu þess að vera í fríi - og hlusta á Josh Groban
Lauja, 19.7.2007 kl. 13:51
Hver er þessi Josh Groban??? Gott hjá þér Ruth að ætla að slappa vel af í fríinu þínu...ég skal lána þér skemmtilegar bækur að lesa
Thelma Ásdísardóttir, 19.7.2007 kl. 18:03
josh grobab er æði, ég er sko sammála því.
Elsku Ruth ég dett hérna oft inn á og les bloggin þínsvo gaman að fylgjast með.
kv Elín
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 00:12
Gaman að heyra frá þér Elín mín! Vona að allt gangi vel hjá þér og takk fyrir að kíkja á mig við og við! ;)
Ruth Ásdísardóttir, 20.7.2007 kl. 10:48
Elska Josh Groban - hlýt að vera miðaldra - elska það þá bara líka
Marta B Helgadóttir, 20.7.2007 kl. 22:42
Sendi þér bros og hlátur inn í daginn, eigðu góðan dag.
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 21.7.2007 kl. 16:03
miss ya crazy bird :) vonandi hefurðu það gott í sveitinni. ætla að halda áfram að hlusta á josh-a litla ;)
hrefnakrist (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 12:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.